Andvari - 01.03.1968, Síða 192
190
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
tylftir. Þó að allir viti, er rétt að gefa því gaum — og leiða augum —, að
120 og 72 eru margfeldi af 24.
Þessi gerð Sonatorreks er náskyld gerð Völuspár Konungsbókar, sem í eru
480 -|- 36 vísuorð eða fjögur hundruð stór -f- þrjár tylftir (Sjá kaflann „Tölvísi
og táknmál“ í grein minni: Endurskoðun Völuspár, Árbók Landsbókasafns 1966.).
Ln fleira af þessu tagi er sameiginlegt með Völuspá og Sonatorreki, og skal það
nú rakið:
1) í Völuspá er orðinu es sleppt á eftir orðinu þann í 37. vísu. Á undan þessu
marki kemur es 16 sinnum fyrir (tvisvar viðskeytt). í Sonatorreki er es sleppt á
eftir þann í 19. vísu. Á undan fara 16 es.1) Þannig er leikið með sama orð á
sama bátt í báðum kvæðunum.
2) I sömu vísu Völuspár og áður var nefnd virðist r-i vera ofaukið í lok
orðsins morðvarga-r. í 2. vísu Sonatorreks vantar bókstafinn r í lok orðsins
auðþeystfr). Engum dytti í hug að fást um slíka smámuni, ef ekki væri þessi
samanburður. Sameiginlegt með báðum dæmunum — annað en hljóðið og staða
þess í orði — er það, að „misfellurnar“ eru í svo skýru og ótvíræðu máli, að þær
geta engan villt. Á undan þessu marki í Sonatorreki fara 8 r, en 8 ganga upp
í 16 (Sbr. es.).
3) I Völuspá „gengr Óðins sonr við ulf vega“ (52. v.), þótt kunnugt sé, að
Þór barðist við Miðgarðsorin (Sjá „Rás tímans og tímatal" í fyrrnefndri grein
minni.). í Sonatorreki er kenningin „ulfs bági“ (23. v.) fleyguð með ok, þótt
vitað sé, að þar ætti að standa of. Þetta ok er hið 8. í röðinni, sé talið frá
kvæðisbyrjun, og sver sig þannig í ætt við r-in 8. En tölulega eiga 8 r og 8 ok
jafnmikið undir sér og 16 es. Ok lyrir of — eins og ulf fyrir orm — virðist sett
af ráðnum bug til þess að vekja til umhugsunar.
4) Allar þær tölur, sem nú bafa komið í ljós: 120 — 72 — 24 og 8 — 16 — 8,
eru máttugar og heilagar í norrænni rúna- og dróttkvæðamenningu, og er það
löngu frægt (Sjá Magnus Olsen: Om troldruner, Edda 1916.). Því mun ekki
einleikið, að y í byrir, sem er bljóðverpt — og óregluleg — mynd af orðinu biirr
í fleirtölu og fyrir kemur í 59. vísu Völuspár, skuli lela í sér töluna 72. 1 17.
vísu Sonatorreks leynist sama orð með sama einkenni, að vísu í eintölu: byrr.
Stofnsérbljóðið reynist vera bið 19. í sinni röð (y, ý og ey).2) En 19 heyrir ekki
1) Auk þess kemur es þrisvar fyrir með neitunarviðskeytinu -a (1., 2. og 4. v.), en es og
esa eru ólík orð — eins og t. d. gát og ógát.
2) Er þá gert ráð fyrir, að Egill hafi notað orðmyndina -durum (3. v.), en ekki -dyrum, þó
að svo ætti að lesa samkvæmt Ketilsbók: dirum. Sbr. es (1. v. og víðar) f. hdr. er, sær (6. v.) f.
hdr. sjár, vága (8. v.) f. hdr. voga, féar (15. v.) f. hdr. fjár, engi (16. v.) f. hdr. einginw, blœtka
(22. v.) f. hdr. blötka, telíia (22. v.) I'. lulr. telde o. fl.