Andvari - 01.03.1968, Síða 194
192
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
vafa tel ég á því, hvernig stendur á hinni afbrigðilegu orðmynd í Sonatorreki.
Byrr mun merkja: Sonur minn 19 ára „es býskips í bœ kominn" (17. v.), þ. e.
horfinn til himna.
í Sonatorreki eru alhnargir vísufjórðungar óstuðlaðir, og hefur verið á þá
bent hvern á sínum stað. Þeir eru í þessum vísum:
2. Esa auðþeyst(r),
því at ekki veldr
hofugligr,
ór hyggju stað
fagna-fundr
þriggja niðja,
ár borinn
ór Jotunheimum.
12. Æ lét llest,
þat es faðir mælti,
þótt pll þjóð
annat segði,
ok mér upp helt
of ver hergi
ok mitt afl
mest of studdi.
4. Því at ætt mín
á enda stendr
sem hræ barnar
hlumórr marka,
esa karskr maðr,
sá es þoglan herr
lrænda hr0rs
af fletjum ríðr.
10. Mik hefr marr
miklu ræntan.
Grimmt es fall
frænda at telja,
síðan es minn
á munvega
ættar skjoldr
af lífi hvarf.
14. hverr mér hugaðr
á hlið standi
annarr þegn
við óð ræði.
Þarf ek þess oft.
Of her gprum
verð ek varfleygr,
es vinir þverra.
16. Þat es ok mælt,
at engi geti
sonar iðgjold,
nerna sjalfr ali
tiíni Ipann nið,
es pðrum séi
borinn rnaðr
í bróður stað.
Hvort mundi það hending vera,
1) að hin óbundnu eða lausu vísuorð eru 12 að tölu eða tylft,
2) að hinir óstuðluðu vísufjórðungar dreifast um 16 fyrstu vísur kvæðisins,
3) að hin bragfræðilegu afbrigði eru öll í jöfnum vísum: 2. og 4.; 10., 12.,
14. og 16.,