Andvari - 01.03.1968, Qupperneq 198
196
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARI
óstuðluðu vísuorð, heilög að tölu: 12. Engan vafa tel ég á því, að hér sé sam-
band á rnilli. Hin lausu vísuorð eru táhnræn. Bragfræðilega dregur skáldið
fána sinn ekki að hún. Ættar skjoJdr af lífi hvarf.
Bláþræðir Sonatorreks og bláþræðir Völuspár eru spunnir af sama toga. Það
sýnir gerst leikur skáldanna með bakstætt r (auðþeystfr), St. 2; morðvarga-r,
Vsp. 37), innstætt y (hyrr, St. 17; hyrír, Vsp. 59) og orðið es (St. 19, Vsp. 37).
Þá tala streiturnar ok/of (St. 23) og ulf/orm (Vsp. 52) sínu máli. Fleira er þó
líkt með tölvísi og táknmáli kvæðanna, einkum tylftarkerfið, sem fjöldi vísuorða
þeirra beggja er reistur á. Allt er þetta gagnhugsuð skáldbrögð, annars vegar
ætluð lesendum til aukins skilnings á kjarna málsins, bins vegar til styrktar
kvæðununr sjálfum. Hin nánu — og hárfínu — venzl verða naumast skýrð á
lleiri vegu en tvo: Annaðhvort hefur höfundur Völuspár brotið Sonatorrek til
mergjar á eigin spýtur, áður en hann hóf bragsmíð sína, eða Egill hefur skýrt
kvæði sitt fyrir honum sjálfur. Má nærri geta, að Einar Helgason skálaglamm
hefur ekki verið eina skáldið, sem fræddist af stórmeistara norrænna dróttkvæða
(Sbr. Egils sögu, 268. bls.), og tímans vegna gat höfundur Völuspár einmitt verið
einn af lærisveinum Egils Skalla-Grímssonard) En því má ekki gleyma, að báðir
spunnu þeir af toga, sem þeir tóku við úr höndum forfeðranna, þótt annar
spynni — að þessu leyti — eftir fyrirmynd hins.
Galdrar og \u\l.
í ritgerð sinni, sem áður var til vitnað, reynir Magnus Olsen að leiða rök að
því, að tvær af varðveittum lausavísum Egils séu hinar sömu og hann risti á
níðstönginni frægu. Ahrinsmáttur vísnanna á að hafa vaxið við það, að þær
mátti rista 144 rúnunr, sem deildust jafnt á milli vísuhelminga: 72 -f- 72. Með
sama marki brennda telur Olsen tvo vísuhelminga, sem varðveitzt liafa í Snorra-
Eddu og eignaðir eru Völu-Steini. Vilji nú einhver vita muninn á göldrum og
kitkli, þá beri hann saman tölvísi og táknmál Egils og höfundar Völuspár annars
vegar og reikninga Olsens hins vegar. Hugsun Sonatorreks og Völuspár má líkja
1) Sbr. orð Sigurðar Nordals: ,,Vel má vera, að hann liafi verið eitt þeirra ungu skálda, sem
leitaði til búðar Egils Skallagrímssonar og nam af honum skáldskap og forn fræði." Hér á Nor-
dal við Völu-Stein, sem hann telur vera höfund Völuspár (Völu-Steinn, Iðunn 1924). Ekki sakar
að gefa því gaum, að í Völuspá bendir notkun orðsins neðan (61. v.) í merkingunni upp ein-
dregið til Vesturlands. Um 1940 lifði þessi málvenja á vörum manna nyrzt á Vestfjörðum, en
Völu-Steinn átti heima í Vatnsnesi í Bolumarvík. — Skiptum Egils og höfundar Völuspár bera
e. t. v. einnig vitni Askur og Embla, sem er hvergi getið í fomum skáldskap nema í 40. lausa-
yísu Egils og Völuspá (Sjá 1. neðanmálsgrein á 183. bls. hér að framan.).