Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1988, Side 57

Andvari - 01.01.1988, Side 57
ANDVARI HARMLEIKJASKÁLD OG PRÉDIKARI 55 drama en frumraunir Jóhanns, Doktor Rung og Bóndinn á Hrauni, og að hvergi í leikritum Jóhanns sé að finna jafn áhrifamikil dramatísk átök og það sem fer fram á milli Ragnheiðar og Brynjólfs íSkálholti. Enginn skyldi halda að ég sé með þessum samanburði að reyna að gera lítið úr Jóhanni Sigur- jónssyni, sem var stórmerkur höfundur og ómetanlegt fyrir okkur að eignast. Hins vegar háði honum hvað Ijóðskáldið var uppástöndugt við leikrita- skáldið; ljóðrænn og líkingafullur samtalsstíllinn í leikritum hans getur vissulega verið tilkomumikill, en lyftir tæpast undir dramatískar eigindir þeirra. Guðmundur Kamban gerði sér frá upphafi grein fyrir því að dramað er listform lífsháskans og að sá háski verður ekki nálægur og áleitinn ef leikskáldið er sífellt að minna á nálægð sína, leyfir persónunum ekki að tala sjálfum. Hann skynjar og veit að hlutverk Ieikskáldsins er að leiða persón- urnar í aðstæður sem sýna þær í nekt sinni, reyna þær til þrautar og knýja til að taka endanlega afstöðu til sumra erfiðustu spurninga mannlegs lífs. Það liggur því í hlutarins eðli að Guðmundur Kamban er umfram allt dramatískt skáld og það allt eins þótt hann hafi einnig skilað sígildum verkum á sviði ljóðlistar og skáldsagnagerðar. Þetta var þeim ágæta bókmennta- manni Kristni E. Andréssyni ljóst og gat því fjallað um Kamban af skilningi; mér er til efs að nokkur íslenskur bókmenntafræðingur hafi, þrátt fyrir allt, skrifað betur um hann en Kristinn gerir í íslenzkum nútímabókmenntum 1918-1948. Það sem spillir umfjöllun Kristins og brenglar lokaniðurstöður hans er pólitísk einsýni hans, löngun til að refsa Guðmundi Kamban fyrir skort á sósíalisma — það flögrar jafnvel að manni að Kristinn hafi öðrum þræði viljað nota dæmi Kambans til að sýna ungum höfundum hvernig farið gæti fyrir gáfuðustu skáldum, ef þau vöruðust ekki borgaralegan hugsunar- hátt og tækju ekki rétta afstöðu. Nú geta menn kannski karpað um það hvernig eigi að greina hugmyndafræði í bókmenntum; allt um það er þeim sem hér stýrir penna fyrirmunað að skilja hvernig verk eins og Marmari — einhver svæsnasta árás íslensks höfundar á spillingu og hræsni vestrænnar auðstéttar — má með nokkurri skynsemi teljast borgaralegur skáldskapur. Brestirnir í verkum Guðmundar Kambans leyna sér ekki, en þeir stafa örugglega af einhverju öðru en vöntun á réttum pólitískum skoðunum. Fullyrðingar um ófrumleik og ónógt hugmyndaflug, eða eltingarleikur við lán frá öðrum höfundum — sem allir höfundar taka hvort eð er meira eða minna — eru ekki heldur líklegar til að veita dýpri skilning á höfundarverki hans. Guðmundur Kamban er svo stórbrotið skáld, fer það langt þar sem hann kemst lengst, að hann á ekki skilið að vera afgreiddur með svo auðveldum hætti. Hvað er það þá sem háir honum og veldur því helst að honum bregst hugið? Hér er stórt spurt og sjálfsagt miður gáfulegt að reyna að svara slíkri spurningu án þess að gera fyrst rækilega rannsókn á öllu sem höfundinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.