Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1988, Page 94

Andvari - 01.01.1988, Page 94
92 STEFÁN BJARMAN ANDVARI er mjög ergileg brenglun, en alls ekki mín sök. Þetta bráðnaði allt fyrir per- sónutöfrum R-agnars þegarvið hittumst, það er ómögulegt að standast hann, ég vona hann beri ekki kala til mín þrátt fyrir tapið. Já, þessi þýðing er það erfiðasta verk sem ég hef fengizt við á ævinni, ég kenndi mig eiginlega aldrei mann til þess, en galdur bókarinnar töfraði mig, og enn finnst mér hún einhver fullkomnasta skáldsaga sem ég hef lesið, og rísa hátt upp úr öðrum verkum Hemingway’s, hvað sem aðrir segja. Beztan part úr fyrsta vetrinum baslaði ég við að komast dálítið niður í spænsku, til að gera mér grein fyrir „anda“ stílsins, og það réð úrslitum um að ég lét tillitið til íslenzks máls lönd og leið í fjölmörgum tilfellum. Erfiðast af öllu átti ég með að sætta mig við notkunina á participium presens, Laxness var búinn að segja mér að það væri ekki nothæft, ég reyndi margt annað, en svo hjálpi mér guð, ég fann ekkert annað! Mitt einasta ófrávíkjanlega sjónarmið var að halda atmosfœru og krafti bókarinnar sem bezt á lífi. Skömmu áður en ég skilaði loks af mér seinni hluta bókarinnar í prentun, varð ég mér úti um þrjár þýðingar bókarinnar á önnur Evrópumál, og ég verð að segja að lestur þeirra verkaði sem „stramm- ari“ á mig um að ég hefði í meginatriðum valið réttu leiðina, þótt mörgu væri ábótavant. — Ég sagði áðan að bókin hefði „misst af strætisvagninum“, það var satt, margir höfðu vafalaust lesið dönsku þýðinguna, og einnig frumútgáfuna (skyldi maður ætla). Mjög lítið var um íslenzku þýðinguna talað í ræðu eða riti, að minnsta kosti svo ég vissi, en sá undarlegi hlutur gerðist, að æði margir af „tungumálafróðum“ kunningjum mínum og vinum hafa trúað mér fyrir að þeir hafi hreinlega strandað við lestur frumtextans, svo íslenzka þýðingin hafi kom- ið þeim eins og opinberun! Eitt er víst, bókin er ekki mikið lesin, og reyndar engin af bókum Hemingway’s. Sá fjölgáfaði listamaður, Gísli Halldórsson, leikari, var stundargestur minn sl. sumar, og barst þá talið að bókinni, hann hafði lesið bæði frumtextann og íslenzku þýðinguna og dáði bókina mjög. Ég sagði honum, að ef einhvern tíma kæmi til tals að lesa þýðingu mína í útvarp (sem væri kannski ekki fráleitt) mundi ég ekki samþykkja neinn annan til þess en einmitt hann, meðan ég væri á lífi. Ég þekki engan annan sem gæti það svo vel á færi. Jæja, kæri Sigfús Daðason, ég hef stílað þetta langa raus til þín, en Kristinn má einnig lesa það, ef hann endisttil. Þið virðiðmértil vorkunnar, gamlir menn taka stundum upp á svona hlutum. - Ég treysti því að þið látið þetta ekki koma fyrir annarra augu. Þetta kviknaði við lestur hinnar frábæru bókar Kristins, svo eiginlega er sökin hans. Með beztu kveðju Stefán Bjarman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.