Andvari - 01.01.1988, Síða 131
andvari
MENNING OG BYLTING
129
tengdust með nýjum hætti, mannlegum orðum var stefnt gegn yfirsettri orð-
ræðu. Skáldin leystu tungumálið úr viðjum, afhjúpuðu dulin teikn að baki
orða, opinberuðu á þann hátt leynda og óræða einingu. Oft má greina aðkenn-
ingu þess að sjálfsvitundin sé uppspretta tungumáls og merkingar. Slík kennd
er þó einatt bæld eða blönduð yfirlýstum rétttrúnaði. Leynd og ljós ritskoðun
kom í veg fyrir að gengið væri veginn á enda.
Um og eftir seinustu aldamót losnaði smám saman um hömlur. Aðkenning
breyttist í vissu. Sjálfsvitundin varð að frumlægum veruleika og um leið erfiðu
viðfangsefni jafnframt því sem tungumálið glataði gagnsæi sínu og stoð í frum-
texta. Eyður sköpuðust í orðræðu veruleikans. í ýmsum textum nýs tíma er
tungumálið ógagnsætt, munaðarlaust. Jafnframt breyttust viðhorf manna til
hins illa. Áður hafði það tengst guðdómlegu skipulagi. Nú lýsti það vanda
sjálfsins frammi fyrir myrkum öflum sem ýmist áttu upptök sín í vitund eða
náttúru en tengdust öðru fremur fjarveru skýlausrar merkingar. Táknkerfi sem
tengst höfðu á rökrænan hátt en byggst endanlega á trúarlegri vissu voru tekin
til endurskoðunar. Vensl hins sanna og fjarstæðukennda, rökvísa og óskyn-
samlega breyttust.
Þekkingarkerfið hafði byggst á einföldum venslum mælanda og viðmælanda.
Handhafi orðsins skipaði stöðu frumlags er tjáir en móttakandi þess stöðu and-
lags sem er tjáð. Formgerðin hafði verið guðfrœðileg í þeim skilningi að sann-
leikur herrans drottnaði yfir þrælnum — orðræða hans dæmd til þagnar eða
bannfærð, rekin út í tómið. Um aldamótin breyttist þessi einræða í gagnvirka
samræðu þar sem orð hvors aðila um sig urðu jafngild. Andstæður störfuðu
með nýjum hætti, tími kreppu, lausungar og umskipta rann upp. Ástæðan var
meðal annars sú að tómarúm hafði skapast. Pekkingarkerfið huldi ekki lengur
til fulls reynslu manna. Þrár sem áður voru göfgaðar eða bannsettar brutust upp
á yfirborðið og ógnuðu öllu jafnvægi með tómleika sínum og andstöðu gegn
túlkun. Það var eins og hinn gamli merkingarheimur hefði „sýkst“ og misst mátt
sinn.
Skáldsaga Jóns Trausta, Leysing (1907), lýsir upplausninni að nokkru leyti. í
henni er meðal annars fjallað um verslunardeilur og þjóðfélagsbreytingar. Al-
þýðuhreyfing rís gegn rótgrónu hefðarvaldi og ber sigur ú býtum, brýtur með
því niður stigveldi hins gamla samfélags. Söguhöfundur fer berum orðum um
það kerfi er hann lýsir fyrstu veldisárum Porgeirs Ólafssonar verslunarstjóra.
bá störfuðu þrjú öfl saman í náinni eining: auðvaldið, ríkisvaldið og andlega
valdið. Þau þrifust á „spekt og taumfýsi alþýðunnar“: kaupmaðurinn, dómar-
mn og presturinn; hin heilaga þrenning íslensks bændasamfélags. Þessi öfl
höfðu orðræðu veruleikans á sínu valdi og réðu því hverjir töluðu, hvernig, um
nvað og hvenær. Hagsmunir þeirra voru samsamaðir því sem leyfilegt var og
mögulegt í huga fólks. Frávik eins og nýjungar í verslun, útrás hvata og sjálf-
stæð hugsun voru af hinu illa, óskynsamleg og ósiðleg, fjarstæðukennd.