Andvari - 01.01.1893, Síða 43
87
mönnum óafvitandi bent á þá stefnu, sem bezt hefur
reynzt í öðrum löndum, á k'aupfjelagsstefnuna. Þau
hafa þannig orðið nauðsynlegur undirbúningur undir
önnur fullkomnari og traustari verzlunar-samtök.
Það er langt síðan að menn í öðrum löndum
bundust i fjelög, til þess að bæta verzlunarkjör sin.
Fyrir meira en 70 árum síðan voru all-mörg fjelög
komin á fót á Englandi, sem höfðu sett sjer það
ætlunarverk, að draga verzlunina að því ieyti tak-
ast mætti úr höndum kaupmanna. Mörg af þessum
fjelögum höfðu sama markmið sem pöntunar-
fjelög vor, það, að útvega fjelagsmönnum nauðsynjar
þeirra með betra verði, en fjekkst hjá kaupmönnum.
Mörg af fjelögunum voru hlutafjelög, og flest urðu
þau næsta skammlíf. Öll fjelögin verzluðu með
skuldum, eða keyptu og seldu vörur sínar með
borgunarfresti, og þetta reið þeim að fullu. Nú er
mjög litið eptir af öllum þeim kaupfjelagsskap, sem
komið var á fót á Englandi fram að árinu 1844.
En árið 1844 er merkis-ár í sögu kaupfjelag-
anna á Bretlandi. Það ár var stofnað kaupfje-
lagið í Rochdale (»The Rochdale Equitable Pioneers
Society Limited«), sem natnfrægt er orðið um öll
lönd, þar sem kaupfjelög eru nefnd á nafn.
Og fyrir hvað er fjelag þetta orðið nafnfrægt?
Fyrir það, að það fann upp það fyrirkomulag á
kaupfjelagsskap, sem eitt hefur staðizt próf reynzl-
unnar, sem eitt hefur megnað að draga verzlunina
úr höndum auðugrar kaupmannastjettar, og leggja
hana í hendur fátækrar alþýðu; það fyrirkomulag,
sem nú hefur staðið óhaggað og óbreytt að mestu
nær því hálfa öld (48 ár), og sem er nú orðið út-
breitt ekki að eins um allt Bretland, heldur einnig
til annara landa, og sem vakið hafa undrun og að-
dáun annara eins rnanna og Gladstones. A þingi