Andvari - 01.01.1893, Page 50
44
smám saman. Fjelögin iögðu strax fram 44190 kr_
til vörukaupa og kostnaðar, og með því var byrjað..
Meðlimir stórsölufjelagsins eru þannig kaupfjelögin,
og þau senda öll fulltrúa á einn allsherjarfund á
ári hverju, er stjórnar málum stórsölufjelagsins;
þar er kosin stjórnarnefnd fjelagsins og starfsmenn
þess o. s. frv. Stórsölufjelaginu var ætlað. að kaupa
vörur úr öllum áttum, til að selja aptur kaupfjelög-
unum. Vörurnar áttu að kaupast, að svo miklu leyti
sem unnt væri, frá fyrstu hendi, og þær skyldu
seljast með svo lítilli framfærslu, að rúmlega borg-
aði allan kostnað. Sá afgangur eða hreinn ágóði
sem verða kynni í stórsölufjelaginu, skyldi svo skipt-
ast milli kaupfjelaganna í hlutfalli við vörukaup
hvers þeirra, alveg eins og hver fjelagi í kaupfje-
laginu fær hlutdeild í ágóða kaupfjelagsins í hlut-
falli við vörukaup þau, er hann gjörir við kaupfje-
lagið. Af stofnfje því, sem kaupfjelögin leggja i
stórsölufjelagið, fá þau 5°/o i vexti, eins og greitt er
af stofnfje í kaupfjelögunum.
Fimm árum eptir stofnun liins enska stórsölu-
fjelags, eða 1869, var sams konar fjelag stofnað á
Skotlandi og nefnt »Hið slcotnlca xtórsölufjélag« (»The
Scottish Cooperative Wholesale Society Limited«)..
I þetta samband gengu fyrst 27 kaupfjelög á Skot-
landi, er lögðu strax fram 16200 krónur í stofnfje.
Viðgangur stórsölufjelaganna, frá því þau voru stofn-
uð og til þessa tíma, sjest af þessu yfirliti: