Andvari - 01.01.1893, Page 51
45
1870. kr. 1880. kr. 1890. kr.
'Stofnfje hins enska stórsölufjelags var 731844 10186172 26540388
Verzlun sama fje- lags var 9129900 60114200 133723300
Stofnfje hins skotska 'Stórsölufjelags var 225774 1983222 10355796
Verzlun sama fje- lags var 1894400 15213970 44560800
Stórsölufjeiögin liafa miklar og skrautlegar sölu-
'búðir í mörgum borgum á Englandi og Skotlandi,
og stórsölufjelagið enska hefur 6 gufuskip í förum,
sem flytja vörur til fjelagsins frá ýmsum löndum.
Næstliðið ár átti enska stórsölufjelagið viðskipti við
1140 kaupfjelög, og stórsölufjelagið skotska við 340.
Hafa þá hjer um bil 5 af hverjum 6 kaupfjelögum
skipt við stórsölufjelögin. Mörg af kaupfjelögunum
hafa nærri alla verzlun sína við stórsölufjelögin, en
«um þeirra skipta að eins lítið við þau. Alls yfir
tkaupa kaupfjelögin nokkuð meira en J/3 af öllum
vörum sínum af stórsölufjelögunum.
Það er aðgætandi, að stórsölufjelögin byrjuðu
•ekki fyr en 20 og 25 árum eptir byrjun kaupfje-
laganna, og meira en þeirra kaupfjelaga, sem nú
eru til, voru komin á fót áður en stórsölufjelögin
urðu til, og helmingur þeirra um það leyti, sem bæði
stórsölufjelögin voru komin alveg á laggirnar. En
•á meðan stórsölufjelögin voru elcki til, skiptu kaup-
fjelögin auðvitað við ýmsa stórkaupmenn, og hjeldu
svo viðskiptunum áfram á meðan þeir gjörðu eins
góð kjör og stórsölufjelögin. Kaupfjelögin kaupa
•líka ávallt frá fyrstu hendi, af bændum og hand-