Andvari - 01.01.1893, Side 55
49
■skemmri tíma, og jafnvel líða þau um skuidir ár
•eptir ár. Það má fullyrða, að vandfenginn er sá
maður, sem gjörir þetta fúslega og um leið leggur
sig í líma til að reka erindi fjelagsins í öllum grein-
um, svo rækilega sem bezt má verða. Að vísu vona
Jeg, að það sje álit allra vorra pöntunarfjelaga, að
þau hafi verið miög heppin í þessu efni hingað til,
þar sem þau hafa haft herra L. Zöllner fyrir um-
boðsmann, sem hefur rekið umboð fjelaganna með
hinum mesta dugnaði. En fjelögin vita ek.ki hve
lengi herra L. Zöllner vill halda áfram þessum við-
skiptum við þau, og þau mega eins vel búast við,
að hann kunni að þreytast á því, áður mörg ár líða.
Og hvernig fara fjelögin þá að? »Fá sjer annan
umboðsmann« mun svarið. Já, auðvitað er það hægt,
en hvort þau verða þá eins heppin, er allt annað
mál. IJmboðsmenn eru vitanlega ekki allir jafn-
stöndugir, duglegir, áreiðanlegir og ráðvandir. Þeir
eru misjafnir sem aðrir menn. Og það er meira að
segja ekki líklegt, að fjelögin geti gengið í valið,
þegar sá orðrómur er kominn á, að þau sitji i skuld-
um ár frá ári. Svo gæti farið, ef núverandi um-
boðsmaður fjelaganna fjelli frá eða hætti við þessa
verzlun, að fleiri eða færri af fjelögunum mættu þá
alveg hætta. Þetta sýnir, að grundvöllur pöntunar-
fjelaganna er næsta veikur.
Væru fjelög vor kaupfjelög, sem ættu hvort um
sig þó ekki væri nema 30—40 þúsund króna höfuð-
stól eða veltufje, þá væri öðru máli að gegna. Þá
gætu þau látið kaupa að vorinu vörur til sumarsins,
selt þær vörur hjer fyrir ull og fleiri sumarvörur,
og þegar sú vara væri aptur seld, væru aptur
fengnir peningar til að kaupa fyrir nýjan vöruforða.
Með þessu móti gætu fjelögin alls eigi komizt í
skuldir utanlands, og um leið losast við allt skulda-