Andvari - 01.01.1893, Qupperneq 56
BO
vafs innanlands. Með þessu móti, og að eins með
þessu móti, getur fjelagsskapurinn haldið áfram,
hvernig sem í ári lætur. Hækki útlend vara mikið
í verði, verður auðvitað nokkuð minna keypt en
búizt var við, og fjelagsmenn fá minna fyrir vöru
sína en árið áður. Falli svo hin innlenda vara, þá
fær fjelagið minna fyrir hana, en það máske bjóst
við, og það getur haft þá. afleiðing, að fjelagið græði
minna á verzlun sinni það ár en vanalega — að
fjelagsmenn fái minni verzlunar-ágóða en áður. —
Fjelagið hefur þá og minna af peningum til að kaupa
vörur fyrir næsta ár, og verzlun þess getur þá
minnkað að því skapi. En þess konar misfellur
verða aldrei svo miklar, að fjelagið geti ekki haldið
áfram. Verzlunarhjólið snýst jafnt og þjett, og það
koma upp á því slæmir og góðir kaflar á víxl, svo
að eptir eitt eða fleiri slæm verzlunar-ár má búast
við betri verzlun. í þessu efni gefa menn annars
borið pöntunarfjelög og kaupfjelög saman við kaup-
mennina. Sá kaupmaður, sem byrjar verzlun með
ekkert og fær allt að láni, á ávallt á hættu að fara
á höf'uðið, á meðan honum græðist ekki fje — og á
meðan er hann eins og pöntunarfjelögin. En takist
honum einu sinni að gra^ða svo mikið, að hann geti
losað sig við lántökuna og orðið óháður öðrum kaup-
mönnum, þá getur hann með dugnaði og gætni
haldið áfram, hvernig sem verzlunar-árferðið veltist.
Auðvitað græðir hann mismunandi mikið, eptir því
sem i ári lætur, en hann getur allt af haldið áfram.
Þannig er líka kaupQelögunum varið.
Það sem að undanförnu hefur einkum dregið ís-
lendinga til að sinna pöntunar-fjelögunum, er hið
lága verð á öllum útlendum vörum, sem fjelögin
hafa sett, í samanburði við vöruverð hjá kaupmönn-
um. Og opt hefur líka fengizt miklu meira Tyrir