Andvari - 01.01.1893, Page 62
56
heimsmarkaðinum og geti hagnýtt sjer allar breyt-
ingar hans.
3. Að kaupfjelög vor þuríi ekki að eins að
annast um vörukaup í öðrum löndum, heldur einnig
um sölu á vorum eigin vörum, en brezku kaupfje-
lögin þurfi ekki að annast um annað en vörukaup,.
því fjelagsmenn borgi allt með peningum.
4. Að land vort sje strjálbyggt og hvert kaup-
fjelag mundi þurfa að hafa stórt svæði undir, til þess
að fá verzlun, sem gæti svarað kostnaði. Af strjál-
býlinu leiði líka, að miklu erfiðara sje að lialda lif-
andi áliuga á málum fjelagsins hjer á landi en á
Bretlandi og langtum óhægra að koma á samtökum
á milli fjelaganna.
Jeg játa í'úslega, að þetta sje allt saman að'
vissu leyti satt, en samt er ýmislegt athugavert við
það. Bæði hjer á landi og á Bretlandi eru kaupmenn
keppinautar kaupfjelaganna, því hvar sem kaupfjelag
stofnast, gengur tneira eða minna af þeirri verzlun,
sem kaupmenn höfðu áður, úr höndum þeirra, að-
því leyti sem kaupfjelagsmenn annast verzlun sína
sjálfir. 0g kaupmenn vilja ógjarnan láta viðskipti
kaupfjelagsmanna, og þann ágóða sem af þeim má
hafa, ganga úr greipum sjer. Kaupmenn skara eld
að sinni köku sem aðrir menn, og er því eðlilegt
að þeir leiti allra lieiðarlegra meðala, til þess að
aptra viðskiptamönnum sínum frá að ganga í kaup-
fjelögin. Það liggur þá næst að ætla, að kaupmenn
leitist við að gjöra viðskiptamönnum sínum svo góð'
kjör, að þeir sjái ekki hag við að ganga í kaupfje-
lögin. Af þessu leiðir, að ef menn vilja bera saman
erfiðleikana, sem mæta kaupfjelögunum á Englandi
og kaupfjelögunum hjer á landi, þá verða menn um
leið að taka tii greina, að hve miklu leyti þessir
erfiðleikar einnig snerta kaupmannastjettina í báðum.