Andvari - 01.01.1893, Side 65
59
J»egar fram í sækir, náð eins góðum kaupum, fengið
•eins ódýran ílutning á vörum, og selt innlendar
vörur eins vel og kaupmenn. Og svo komast þau
hjá stórmiklum kostnaði innanlands, sem kaupmenn
verða að hafa. En að kaupmenn yfir höfuð liafi
mikinn ágóða af verzluninni, þarf ekki að leitast við
að sýna. Það sjá allir, sem augun hafa opin.
En er bændum hjer á landi mögulegt að útvega
það veltufje, sem þarf til að stofna kaupfjelag?
Jeg svara hiklaust já.
Þó að bændastjett vor sje fátæk, þá voru þó
verkmennirnir i Rochdale langtum fátækari og ver
staddir, þegar þeir stofnuðu kaupfjelag sitt 1844.
Og handiðnamenn á Bretlandi, þar sem kaupfjelög
cru að stofnast, eru vanalcga fátækir og eiga miklu
óhægra með að missa nokkrar krónur af daglaunum
sínum en bændur vorir að missa jafn-margar kind-
ur. Og keppinautar kaupfjelaganna á Englandi
voru ekki rýrari á velli en kaupmenn vorir, þó gildir
sjeu. Kaupmannastjettin á Englandi hefur lengi
verið einhver auðugasta stjett þar í landi og bundin
rönnnum samtökum sín á milli. Hún hafði því full-
komlega bæði tögl og hagldir hjá sjer í öllum við-
skiptum við verkmenn, áður en kaupfjelögin byrjuðu.
En kaupfjelagsskapur bláfátækra handiðnamanna
hefur nú þegar dregið stórmikið úr höndum kaup-
manna, eins og sýnt er hjer að framan, og dregur
árlega meira og meira.
Þegar talað er um hvað menn geti gjört, er
ráðgjört, að menn hafi v ilj a til þess sem gjöra þarf.
Það er talið sjálfsagt, að menn sjeu sannfœrðir um,
að þeim sje nauðsyn eða mikil nytsemi að fram-
kvæma hið tyrirsetta starf. En vanti menn viljann
til að framkvæma og sannfæringu um nytsemi þess,
er framkvæma skal, þá er engra framkvæmda að