Andvari - 01.01.1893, Síða 124
118
morð á þjóðinni. Vjer verðum því. að krefjast rjett-
ar; en hve mikils eigum vjer að krefjast?
Vjer höfum sjeð, að vjer ekki megum vænta
einnar hársbreiddar af pólitisku frelsi að Danastjórn
algjörlega nauðugri. Það sem vjer þ\Ti eigum og
hljótum að gjöra, er, að skapa vilja hjá Danastjórn,
til að fullnægja kröfum vorum, vekja hjá henni hvöt
til þess að láta undan, hvort heldur af rjettlætistil-
finning eða öðrum orsökum, með öðrum orðum, vjer
verðum að leggja allt vort kapp á að ná því frelsi
nú, og til að byrja með, sem vænta má að Dana-
stjórn eklci geti neitað um.
Algjört pólitiskt frelsi er nú með öllu tilgangs-
laust að heimta af Dönum, þegar af þeirri ástæðu,
að það mundi koma í bága við grundvallarlög þeirra,
sem stjórnin fastlega heldur fr§im, að sjeu gildandi
fyrir Island; og þótt vjer álítum, að'svo sje ekki,
hefur það í þessu efni enga þýðing, samkvæmt því,
sem áður var sagt. Það eru þvi harla skaðlegir út-
úrdúrar, og glepur fyrir framsókn þjóðarinnar, er
einstakir menn hafa verið að hvetja almenning til
þess að senda stjórninni bænarskrár, og jafnvel
áskoranir til alþingis í þessa átt, og munu víst flest-
ir álíta það yfirfljótanlegt þessu til sönnunar að vísa
til þeirra forlaga, er jafnvel hinar allra hógværustu
kröfur íslands hafa hlotið allan hluta þessarar ald-
ar, er staðið hefur á þæfingnum við DaíTastjórn, auk
þess sem frumkvöðlar þessarar ótimabæru uppá-
stungu, hafa gleymt, að meira þarf en samþykki
Dana einna, til þess að ísland gæti orðið viðurkennt
sem sjálfstætt að öllu leyti í álfu'vorri. — Ennfrem-
ur er þessi krafa þess eðlis, að væri henni haldið
fram, yrði að gjalda við henni hreint já eða hreint
nei. Afsláttur og millumvegur er þar ómögulegur,
og leiddi slík krafa því, samkvæmt því, sem að of-