Andvari - 01.01.1893, Qupperneq 139
133
fyrir, að legið gætu undir úrslit dómsvaldsins í hin-
um sjerstöku ísleuzku málefnum, eru ábyrg'ðarmál
alþingis gegn ráðgjafa Islands fyrir brot á stjórnar-
skránni og eru þessi mál í 2. ákvæði um stundar-
sakir, eins og áður er sagt, lögð eingöngu undir
hæstarjett. —■ En það er nú almennt viðurkennt, að
samkvæmt anda og framkvæmd hinna nýrri stjórn-
skipunarlaga eru reglur þær, sem ráðgjafar eiga að
fylgja í embættisrekstri sínúm, jafnvel þar sem engin
sjerstök ráðgjafa-ábyrgðarlög eru til, svo margbreyti-
legar og að mestu leyti svo bundnar við hlutarins
eðli, eptir atvikum í því og því sem fyrir kemur,
að slíkt ákvæði, sem hjer rœðir um þegar af þessari
ástœðu, er í rauninni ekki annað en dauður bókstaf-
ur; með öðrum orðum, þó ráðgjafinn ynni verk, sem
hann eptir hugmyndinni um þingræðisstjórn á að
sæta ábyrgð fyrir, mun það sjaldnast verða heim-
fært undir »afbrigði« á grundvallarlögunum (sbr.
liið alkunna »Fensmarksmál«). — En að því leyti,
sem slíkt þó gæti komið fyrir upphefur liið nefnda
ákvæði frumvarpsins hina fyrri reglu stjórnarskrár-
innar og er það í góðri samhljóðan bæði við inni-
hald sjálfs þessa millibils-ákvæðis* sbr. 3. grein
stjórnarskrárinnar, sem einmitt gjörir ráð fyrir, að
þessu megi breyta með lögum og einlcum í sam-
hljóðan við anda stöðulaganna. ísland hefur sjer-
stök landsrjcttindi (1. gr.), það er að segja sjerstök
málefni (3. gr.), þannig að það, að svo miklu leyti
hefur löggjöf og stjórn út af fyrir sig (stj.skr. 1. gr.).
Öll nánari ákvæði, sem nauðsynleg eru til þess, að
þessum meginsetningum i upphaf grundvallarlaganna
verði fullna'gt, eru samkvæm anda þeirra, allt svo
lengi sem samanburðarþýðing á hinum ýmsu ákvæð-
um laganna þó ekki getur gengið svo langt, að
þessar meginsetningar verði að skoðast sem undan-