Andvari - 01.01.1893, Page 141
135
sem lúta að skipan löggjafarvaldsins í þessa átt
finnast í 1. 10. og 11. grein. Samkvæmtl. grein er
löggjafarvaldið hjá konungi og alþingi í sameiningu
þannig (sbr. 10. gr.), að samþykkis konungs þarf til
að veita ályktunum alþingis lagagildi. Auk þessa
getur konungur einn gefið út bráðabyrgðarlög milli
alþinga, (11. gr.). Eptir þessum ákvæðum eru að
eins tveir aðilar löggjafarvaldsins, konungur og al-
þingi. Eru þessir löggjafaraðilar í hinum sjerstöku
málefnum Islands innlendir eða erlendir, svo langt sem
þessi málefni ná?
Þar sem vjer tölum um »innlenda« og »erlenda«
stjórn er það auðvitað, að svarið til þessa ekkivelt-
ur á þvi, hvort löggjafaraðilinn eigi sœti í landinu
sjálfu, eða fyrir utan það. Svíakonungur er t. a. m.
»norskur« konungur eins fyrir því, þótt liann sitji í
Stokkhólmi. Svarið veltur heldur ekki á þjóðerni
löggjafaraðilans. Georg I., sonur konungs vors er
t. a. m. »grikkneskur« konungur eins fyrir því,þótt
hann sje af danskri konungsætt. Það sem veltur á
í þessu efni er það, hvort löggjafaraðilinn, á því
svæði sem lijer er um að ræða, og að því leyti sem
hjer getur verið um að ræða, sje Jiáður stjórnar-
arlögum lúns íslenzíca þjóðfjelags. Sje þessu skilyrði
fullnægt er Island pólitiskt frjálst á þessu takmark-
aða svæði, hvað löggjöf þess snertir, samkvæmt
þeirri útskýring, sem vjer höfum gefið áður á hug-
myndinni um pólitiskt frelsi, eða —- svo vjer tölum
mcð orðum stjórnarskrárinnar sjálfrar í 1. gr. —
þá liefur Island löggjöf sína í hinum sjerstöku mál-
efnum »út af fyrir sig«, og að öðrum kosti ekki. —
Til þess að leysa úr þessu verðum vjer að þýða
orðin »konungur og alþingi«, í 1. gr. eptir almenn-
um reglum, að þvi er snertir eðli og stöðu löggjaf-
araðilanna gagnvart stjórnarlögunum.