Andvari - 01.01.1893, Side 151
146
syn ráðgjafaundirskriptar til þess að gefa stjórnar-
atliöfnunum gildi, er skýrt og beint tekið framí frum-
varpinu (7. gr.). Enn fremur er algjörð ráðgjafaá-
byrgð tryggð með glöggum orðum í hinni sömu gr.,
og loks er ráðstefna ráðaneytis og þess er konungs-
valdið rekur eptir umboði, íyrirskipuð á sama hátt
og gjört er í dönsku grundvallarlögunum, til þess
að ræða öll iagafrumvörp, (og mikilsverð stjórnar-
málefni), 8. gr. Það leiðir beinlinis af þvi, sem sagt
hefur verið hjer að framan, að allar þessar breyt-
ingar eru nauðsynlegar, og að þær eru, hver út af
fyrir sig, fullnægjandi til þess hver á sinn hátt að
draga hinn íslenzka löggjafaraðila undir íslenzk
stjórnarlög; hjer getur ekki verið um annað en já
eða nei að ræða: Ráðgjafaábyrgð eða ráðgjafaá-
byrgð ekki, danskt ríkisráð eða íslenzkt landsráð,-
Þetta þarf engrar útskýringar við. Og livað lieim-
ildina snertir, látum vjer oss einnig nægja að vísa
til hinnar optnefndu meginsetningar »löggjöf út af
fyrir sig«. Að öll þessi skilyrði eru þar innifalin,
er jafnauðsætt. »Stjórn« þýðir stjórn hins ábyrgð-
arlausa æzta valds, sem enga gilda stjórnarathöfn
getur framkvæmt nema með ráðgjafa, og ráðgjafl
þýðir ráðgjafi með ábyrgð fyrir fulltrúasamkomu
þjóðarinnar. Með þessu er það band tengt milli
hinnar æztu stjórnar (hjer löggjafarinnar) og hins
íslenzka þjóðfjelags, sem gjörir stjórnina innlendaog
með öðru verður það ekki tengt. Onnur ákvæði,(t.
d. um landsráðið) sem eru nauðsynleg til þess að
þeim skilyrðum. verði fullnægt, sem nú voru nefnd,
eru því þegar afþeirriástæðu heimil samkvæmt stefnu-
ákvæði voru, sbr. Andvara 11. árg. bls. 197—204. Það
er sjerstaklega ein breyting, sem gjörð er á stjórn-
arskránni, í þeim ákvæðum frumvarpsins, sem hjer
liggja fyrir, sem þarf ýtarlegri skýringar við. I 2.
10