Andvari - 01.01.1893, Page 166
160
-öðru móti en því, að skjóta kósningarreglunum til
efri deildar, undir hina einföldu löggjöf, þar eð hið
danska fyrirkomulag á landsþinginu ekki gat orðið
tekið til fyrirmyndar. Þó hefur það verið gefið til
kynna, að það sje einkum aldurinn, sem lögð sje
áherzlan á (23. gr. »35 ára«) í sambandi við þjóðar-
álit það, sem þingmannsefnið nýtur (21. gr. »um
land allt«). Sjeu báðar þessar hugsanir sameinaðar
leiddar út i æsar af kjósendum landsins, kemur fram
hin alþekkta hugmynd um »beztu og elztu menn«,
og verður ekkert að slíkri efrideildarskipan fundið,
meðan reynsla ekki er féngin fyrir hinu gagn-
stæða.
Um kosningarrjett og kjörgengi til aiþingis eptir
frumvarpinu (22. og 23. grein) að öðru leyti virðist
ekkert athugandi, þegar það er haft hugfast, að það
sem er óhkt grundvallarlögunum dönsku í þessum
ákvörðunum yflr höfuð leiðir af því, að svo hefur
áður verið skipað með lögum (svo sem 25 ára kosn-
ingarrjettur, 30 ára kjörgengi) eða staðhættir í
landinu hafa það beinlinis 1 för með sjer
Hið eina, sem frá öðru sjónarmiði, er einkenni-
legt, er það, að 23. gr. gefur heimild til að veita
konum kosningarrjett og kjörgengi með lögum. En
eptir þeim mælikvarða, sem vjer í athugunum vorum
á þessum stað leggjum á innihald frumvarpsins,
finnum vjer ekki ástæðu til að taka annað fram
viðvíkjandi þessari breytingu, en að hin ejidurskoð-
uðu grundvallarlög Dana eru frá árinu 1866, en
frumvarpið frá 1891.
I 3. kafla frumvarpsins, um samkomur alþingis,
sjerstök rjettindi þess o. s. frv., finnast heldur engin
afbrigði frá grundvallarlögum Dana, er teljandi sjeu,
sem ekki eiga rót sína að rekja til annarar hvorrar
af þeim ástæðum, sem að ofan eru greindar. Um