Andvari - 01.01.1893, Qupperneq 175
1G9
Ttokkuð gömul, þegar tekið er tillit til hinnar sívax-
•andi, hröðu framsóknar hins nýjasta tíma, enda er
og margt og mikið að þeim fundið af ýmsum beztu
mönnum í Ðanmörku nú. Og það liggur ennfremur
1 augum uppi, að aþar slíkar mótbárur geta með
•enn meira afli komið fram hjá þeirri þjóð, sem grund-
vallarlögin ekki hafa verið gefin fyrir, og í því landi,
sem svo íjarlægt er Danmörku og ólíkt að öllu leyti,
sem ísland. En þrátt fyrir þetta eru þó yfirgnæf-
andi ástæður til þess að halda þessum ákvæðum
óbreyttum í næsta endurskoðunarfrumvarpi alþingis.
Fyrir það fyrsta liefur hið pólitiska samband við
Danmörku svo langan tíma óneitanlega haft svo
mikil áhrif á rjettarlíf Islendinga, að margt er orðið
skylt með oss og Dönum, sem eptir náttúrunni hefði
að visu átt að vera óskylt, bæði almennar rjettar-
skoðanir og ákveðnar rjettarreglur; ennfremur þyrfti
ákvæðunum í þeim hluta frumvarpsins, sem hjer
ræðir um, að vera ábótavant í veruleguvi atriðum,
eins og vjer þegar liöfum sagt, til þess að nýjar
breytingar á þeim gætu orðið rjettlættar. Þess ber
og að gæta, að kröfur vorar um endurbætur frá því
pólitiska fyrirkomulagi, sem nú er, eru og hljóta
að vera takmarkaðar samkvæmt stefnuákvæði voru,
en þær umkvartanir um grundvallarlög Danmerkur,
sem þar hafa heyrzt, eru komnar fram hjá þjóðfje-
lagi, sem er algjörlega pólitiskt óháð, og ekki þarf
að sníða kröfur sínar um stjórnskipulegar endurbæt-
ur eptir öðru en því, sem er í sjálfu sjer álitið æski-
legt. En loks er ein aðalástæða til þess að fylgja
■grundvallarlögunum í þessum þýðingarminni ákvæð-
um. Hún er sú, að stjórnin, sem stendur á grund-
velli þeirra stjórnskipunarlaga, sem nú gilda í Dan-
mörku, hlýtur að öðru jöfnu að verða fúsari til þess
að samþykkja sjerstaka stjórnarskrá fyrir ísland,