Andvari - 01.01.1893, Side 176
170
sem er í heild sinni sniðin eptir grundvallarlögum
Dana, og gefur hin alkunna nóvemberauglýsing stjórn-
arinnar og önnur fyrri svör til alþingis alvarlegt og
ótvírætt tilefni til þess að íhuga, hve óhyggilegt það
væri að gjöra endurskoðunarfrumvarpið óaðgengi-
legra með breytingum að þessu leyti, þar sem þó
er gefið fyrirfram, að lítið ynnist, þó frumvarpið yrði
samþykkt með afbrigðunum, og jafnvel óvíst, hvort
hinar nýju ákvarðanir tækjust svo,' að til batnaðar
væri í nokkru, þar sem annaðhvort þyrfti að sækja
fyrirmyndina til annara stjórnarlaga er lendra þjóða,
sem alls ekkert eiga skylt við rjettarlíf íslendinga,
eða þá að orða algjörlega ný ákvæði, sem engin
reynsla er fengin fyrir.
Af öllu því, sem að framan er sagt, leiðir, að
vjer mundum vinna sjálfstjórnarmálinu meira tjón
en gagn með því að breyta endurskoðunarfrumvarp-
inu frá 1891 í nokkru á næsta alþingi. Það er
slcylda næstkomandi alþingis að samþykkja að öllu
leyti óbreytt frumvarp til endurskoðaðra stjórnar-
laga fyrir Island i sjerstökum málum þess, sem neðri
deild alþingis fyrir sitt leyti hefur samþykkt 1891.
Vjer vísum til alls þess, sem að framan er sagt, því
til sönnunar, að brot á móti þessari skyldu er brot
á móti heill og velferð hinnar islenzku þjóðar. —
En einmitt það, sem leiddi oss til þeirrar sannfær-
ingar, að kröfunni um þessa endurbót á því póiitiska
ástandi, sem er, eigi að verða haldið fram eindregið,
og án afláts, þangað til henni verður fullnægt, sýn-
ir oss einnig, að það er skylda um leið og jafnframt
að gjöra það sem í voru valdi stendur til þess að
bæta afleiðingarnar af hinu pólitiska ófrelsi íslands,
sem hefur verið því til tjóns um svo langan aldur.—
Vjer eigum jafnhliða stjórnarbótarlögunum, að leggja
fyrir Danastjórn til samþykktar, lagafrumvörp, sem
k