Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1930, Síða 134
132
heitins Christie, dáinn í Argyle bygS fyrir nokkrum árum.
Býr Matthildur þar enn meS börnum sínum. — Halldór
Magnússon er ejnn af landnámsmönnum Argyle-bygSar
og ætti því fremur heima í þáttum þeirrar bygðar. En
hann er nú á fallanda fæti og því litlar líkur til að hægt
verði að fá upplýsingar frá honum um sjálfan hann
mikið lengur; þess vegna þótti hlýða, aS geta hans hér að
nokkru, enda mun oft langt mál hafa verið skrifað um
menn, er síður skyldi, því Halldór er ágætis karl og
prý'Sis vel greindur. Hann hefir fylgst vel með áhuga-
málum sanrtiðar sinnar og æfinlega verið framsækjandi
á hvaða sviði sem var, og aldrei legið á liði sínu með að
styðja þau málefni er honum voru hjartfólgin. Skap'-
lyndi hans bannaði kyrstöðu og hjálpfýsi hans, að sitja
hjá aðgerðarlaus. Heimili þeirra hjóna var frjálsmann-
legt og gestrisni og hlýleiki fór þar samfara.
Kristján Ólafsson bróðir Gísla heitins Ólafssonar kaup-
rnanns, sem lengi var í Winnipeg (skal því vísað um ætt
hans til Almanaks 1910J—og Iielga Jósepsdóttir Jósa-
fatsonar frá Stóru Ásgeirsá í Víðidal. Þau hjón Kritján
og Iielga bjuggu mörg ár við Crescent, B.C. Til Blaine
komu þau 1923 eða kringum það tímabil. Keyptu gott
hús i bænum og eru þar nú. Móðir Helgu konu Krist-
jáns, mun hafa veriS Hólmfríður, dóttir Sæmundar prests
að Tjörn á Vatnsnesi. Kristján er að ýrnsu líkur Gísla
bróður sínum, fáskiftinn um það, sem hann ekki snertir, en
höfðingi í lund, þegar því er að skifta, og vinur vina
sinna.
Séra Halldór Binar Johnson er fæddur að1 Sólheimum
í Blönduhlíð i Skagafiði 12. sept. 1885, þar sem foreldrar
hans, þau Jón Jónsson Sveinssonar pr. frá Kálfafellsstað
og Ingunn Björnsdóttir, systir Símonar dalaskálds voru þá