Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 5
EIMREIÐIN
VILHJALMUR MORRIS
261
vann á Jörmungandi:
Dundi vítt í veröld
vorri. Þar féll Morris. —
Féll við frægð ok snilli,
féll, en hélt þó velli;
ræður-at Regins bróður
ríhi síðan slíku.
Hátt í lofi lifi
listfagr ástvin Braga,
— maður kenni þat manni! —
Morris á foldu Snorra!
Vilhjálmur Morris
1834—1896.
Eftir Matth. Jochumsson.
Þeqar liðin uoru 10 ár frá andláli þessa merkismanns, dalt mér í hug
að svo búið mælti ekki standa, að enginn íslendingur semdi ekki ágrtp
af æfisögu hans; fanst mér það miður en óviðkomulegt, að landið „söngs
°9 sögu“ mintist ekki betur hins langfrægasta ritsnillings, er sótti það
heim á allri 19. öldinni, eins af höfuðskáldum Englands, sem fyllilega
hefir áunnið sér sæti milli þeirra Rasks og Maurers með snildarritum,
þýðingum og útbreiðslu vorra fornbóka. Að vísu gat rifið „Skírnir'1 um
fráfall skáldsins og rit hans, og sömuieiðis ritaði dr. Jón Stefánsson í
Lundúnum allvel samda grein um W. M., er birtist í „Eimreið'* 3. árg.
1897. En slíkar og fleiri smágreinar um þvílíkan mann mega virðasf ótil-
hlýðilega stuttar og ónógar. Nú þótt úr vöndu væri að ráða, réðst sá,
sem þetta ritar, í að rita um M., og er hér bygt á hinni fylstu og bestu
afisögu M., sem til er á enskri tungu, þeirri er samið hefir J. W. /Wackait.