Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 60
316
SIGURINN
EIMREIDIN
Þerna konungsdótturinnar, sem hét Manjari, gekk fram hjá
húsi skáldsins á leið sinni til elfarinnar, og lét hún aldrei svo
dag líða, að hún ekki skifti við skáldið nokkrum orðum í
laumi. Þegar enginn var á veginum og rökkrið hafði hulið
landið, var hún vön að ganga djarflega inn í herbergi hans
og setjast á hornið á gólfábreiðunni. Valið á litnum í blæj-
unni hennar og á blómunum í hári hennar kom því upp um
hana, hve ant henni var orðið um útlit sitt.
Fólk brosti og stakk saman nefjum um þetta, eins og því
var ekki láandi. Því skáldið Shekar reyndi aldrei að leyna
því, að þessir fundir voru honum til óblandinnar ánægju.
Þýðingin á nafninu hennar var: Blómaregn. Vér verðum
nú að játa, að óbreyttum, dauðlegum mönnum hefði mátt
finnast sú þýðing nægilega fögur. En Shekar bætti sjálfur við
nafnið og kallaði hana: Vorblómaregn. Og óbreyttir, dauðlegir
menn hristu höfuðin og sögðu: »Það munaði ekki um minna!«
I vorljóðum þeim, sem skáldið orkti, var lofið um vor-
blömaregnið grunsamlega oft endurtekið. Og konungurinn
kinkaði kolli og brosti til skáldsins, þegar hann heyrði þetta,
og skáldið brosti í móti.
Stundum spurði konungurinn upp úr þurru: »Er starf bý-
flugunnar eingöngu fólgið í því að suða innan um vorgróð-
urinn?«
Þá var skáldið vant að svara: »Nei, ekki eingöngu, heldur
líka að sjúga hunangið af vorblómaregninu*.
Og allir hlóu í höll konungs. Og það gekk sú saga, að
Ajita kongsdóttir hefði líka hlegið þegar þerna hennar tók
upp nafn það, er skáldið hafði gefið henni. Og Manjari var
glöð í hjarta sínu.
Þannig blandast sannleikur og lýgi í lífinu, og mennirnir
setja sitt eigið útflúr á það, sem guð sjálfur hefir reisa látið.
Eini ómengaði sannleikurinn, sem boðaður var í höllu kon-
ungs, var sá, er skáldið flutti. Vrkisefnin voru: Krishna, ást-
guðinn, og Radha, ástgyðjan, hinn eilífi maður og hin eilífa
kona, sorgin, sem komin er frá upphafi tímans, og sælan, sem
á sér engan enda. Allir reyndu í hjarta sínu sannleikann í
ljóðum þessum, allir undantekningarlaust, alt frá beininga-
manninum og upp til sjálfs konungsins. Söngvar skáldsins