Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 13
eimreiðin
VILHjALMUR MORRIS
269
alla sundurgerð og dekur og þótti nokkuð einrænn í ýmsu,
en vinir hans unnu honum jafnt fyrir það og dáðust að mikil-
mennsku hans og fjölbreyttu hæfileikum. En til dæmis að taka
um framkomu hins mikla listamanns skal þess getið úr sögu
hans á þeim árum, að eitt sinn er hann heimsótti vin sinn
Burne jones sunnudagskvöld eitt, bannaði þjónustustúlkan hon-
um að koma inn og urðu úr því stympingar. Kvaðst hún hafa
hugsað, að gesturinn væri innbrotsþjófur. Hann bar þá sítt
hár og óskorið, stóran og mjúkan flókahatt á höfði og krítar-
pípu synkt og heilagt í munni. Kjólfatnað hataði hann og vildi
nauðugur vera í boðum ef hann þurfti að vera fínn. Kunnu
vinir hans um það ýmsar skringilegar sögur.
Nú lenti lengi vel alt í iðnaðarfyrirmyndunum og þeim ó-
tölulegu tilraunum og starfsemi, sem því fylgdi. Allan iðnað
skyldi yngja upp og endurskapa; sérstaklega tók M. fyrir að
mála helgar myndir og sögur í musterisglugga; þá fylgdi let-
urgröftur og uppdrættir allskonar »stíla« og fyrirmynda; þá
kom allskonar vefnaðarlist og hannyrða, útsaumur, ísaumur,
flúrsaumur, krosssaumur og gobelinsaumur. Allskonar glit- og
guðvefstjöld, ábreiður og reflar, sumpart og mest eftir gamalli
innlendri ment, en sumt eftir annara þjóða sniði, jafnvel frá
Austurlöndum. Þá bættist við litun og farfatilbúningur, er ótrú-
legur vandi og kostnaður fylgdi. Alt varð M. fyrst að kunna
sjálfur; vann hann til að rekja upp þráð fyrir þráð fornan og
gleymdan listssaum eða vefnað þangað til hann lærði listina.
Til hvers gaf maðurinn sig við öllum slíkum ósköpum og lagði
í veð list sína, tíma, næði, heilsu og fé? Það gekk honum til,
að hann vildi hefja þjóð sína og kippa upp á hærra stig sið-
menningar, sóma og farsældar. Það var orðtak hans og fé-
laga hans (samkvæmt kenningum þeirra Ruskins og Carlyles);
*Erfiði með elju og dáð sé mark vort og mið — alt eins og
fegurð og list«. Fyr en hvorttveggja er innrætt alþýðunni,
sögðu þeir, hefst hún aldrei til hærri siðmenningar, né nær
jafnvægi móti ríkismönnunum. Morris var ungur þegar hann
ritaði þessi orð:
»Hver maður er fæddur til að leysa ákveðið starf af hendi.
Það er skylda hvers ungmennis að nema vel einhverja iðn og
reka hana síðan með rögg og áhuga, hvort heldur hún er