Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 20
276 VILHJÁLMUR MORRIS ÉIMREIÐIN
skólaspekingana. Allra mest fanst honum til um 13. öldina.
Þá lifðu og mestu menn allra miðalda, þeir Dante, Tómas
frá Akvinó, og — Snorri Sturluson.
Morris hefði og vel mátt kalla »Paradís« sína »Kringlu heims-
ins«, hefði honum dottið það í hug. Eitt af miðaldarlegustu
kvæðum M. heitir »Love is enough«. Það eru svo samsett
ljóð, að það líkist að byggingunni einskonar þrenningarkirkiu
frá 13. öld. Þar er þrefalt efni ofið saman, tvinnað og þrinn-
að. Listarhugvitið og tamning huga sem handar kemur hvervetna
fram, þegar vel er athugað. Skilst þetta best sé kveðskapur M-
borinn saman við kveðskap hinna þriggja mestu skáldmæringa
á Englandi um sama leyti. Tennyson var fæddur bragsnilT
ingur — og ekki annað. Browning var spekingur og hug-
sjónamaður, en síður meistari málsnildar og forms. Swinburne
er Morris skyldastur, en áhlaupamaður meiri, ofsi og eldhiti
hleypir honum svo upp, að engu er óhætt, en um ieið svo
mjúkur og málþýður, að hann töfrar hvert Englendings eyra.
Með þessum þremur höfuðskáldum skifti nú M. völdunum
og skiftir enn. Þó má ef til vill kalla það sérstaka hepni fyrir
frægð Morrisar, að honum hugsaðist það sögulag í ljóðabálk-
um sínum, er áður var afar-þjóðlegt alt frá dögum Chaucers
og Malory’s. Hafði það ljóðalag þó lítið verið iðkað af stór-
skáldum landsins; eru þar helst tilnefndir: Skáldið Dryden a
17. öld, og Keats í byrjun 19. aldar. En aldrei hafði háttur
né orðfæri gleymst, og það dugði.
VI.
Morvis og Island.
Þegar fram i sótti og leið á hinn mikla rómantiska kviðu-
bálk, tók sumum að þykja nóg komið af slíku yrkisefni, þótt
fallega þætti kveðið og skáldinu skildist það ekki fyrst um
sinn. Þá voru það hetjusögurnar íslensku (eins og höf. aefi-
sögu M. segir), sem björguðu sökinni og blésu nýjan anda
og nýjan þrótt í hið mikla skáld. Sjálfum fanst M. nóg ef vel
væri ort, hvort heldur efnið væri fornkvæði um Rollant eða
úr »1001 nótt« eða Heimskringlu. »Eg yrki helst kvæði um
miðaldirnar«, sagði M., »og hneigist hvorki að »klassiskum«