Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 83
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
339
nefndist Hljóðólfr. Segir svo frá því í blaðinu sjálfu: »Það er
flestum yðar fullkunnugt, hversu hálfsmánaðarrit yðar »Þjóð-
ólfur* hefir frá upphafi sinna vega átt í sífeldu höggi við alla
ófrjálslynda embættismenn og skilningslausa almúgamenn; og
vil eg hér ekki fara fleiri orðum um mótspyrnur þær og
hörmungar, sem blað þetta hefir mætt á þess fyrsta ári. En
það var þess vegna von til, að mörgum mönnum væri ant
um, að blaðið væri eigi lengur á gangi í landinu en eitt ár.
Enda þegar fyrsta árið var liðið, þá héldu þeir Pílatus og
Herodes og allir þeirra líkar
ráðstefnu og leituðu hversu
þeir gætu »ÞjóðóIfi« í hel
komið, þessum minsta postula
sannleikans. A ráðstefnu þeirri
kom undir og kviknaði hinn
undarlegi getnaður »Lanztíð-
indin«, sem margir eru nú
farnir að kalla »Vatnstíðindin«.
Segir síðan,. að stiftsyfirvöldin
hafi fyrst heimtað fyrirfram-
greiðslu fyrir prentunina, en
síðan jarðarveð. »Nú lagðist
eg á bæn«, segir ritstjórinn,
»og mintist þess óðar, að
jarðarskrokkur var í ætt minni*
svo að veði. Annars hefir misklíðin milli »Þjóðólfs« og yfir-
valdanna verið að sumu leyti pólitisk og að sumu leyti per-
sónuleg. 1 »Lanztíðindunum« segir t. d. um þetta mál: »Að
stiftsyfirvöldin hafi ekki að undanförnu verið mótfallin »Þjóð-
ólfi« eða stefnu hans, að því leyti sem hún miðaði til þess að
fræða alþýðu og hlynna að hagsmunum almennings, er auð-
sætt af því, að þau bæði í fyrra og nú hafa leyft prentun
hans í prentsmiðju landsins*. . . . En hins vegar segir, að yfir-
völdin »álíti það skyldu sína að prenta ekki neift það í henni,
er þeim þykir vera landinu skaðlegt eða að minsta kosti svo
lagað, að það fremur spilli en bæti«.
Annars sést það á ýmsum atriðum, hver blaðahugur og
áhugi hefir verið í mörgum mönnum um þessar mundir. í
Séra Sveinbjörn Hallgrímsson.
Fyrsti blaðstjóri á Islandi.
— og hann fékk prentsmiðjan