Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 28
284 VILHJÁLMUR MORRIS eimreiðiíí
eins, er ]ohn H. Middleton- hét; urðu þeir M. brátt vinir miklnv
því að Mr. Middleton var líka hinn mesti listafræðingur og
hjálpaði M. síðar mjög við hinn dýra austurlenska skrúðvefnað
o. f!.. Þeir félagar voru um 2 mánuði í íslandsferðinni og
sigldu báðar leiðir með Díönu, eins og hið fyrra sinn. Þeir
fóru fyrst austur að Hlíðarenda og um þær sveitir, þá aftur
til Rvíkur, og lögðu síðan upp á heiðar og fóru norður
Sprengisand. »Vorum við einn dag 15 kl. stundir á hestbaki
í einu«, segir M.. Þeir sneru aftur við Dettifoss og héldu svo
til Eyjafjarðar. En þá er að sjá sem þeir hafi farið Eyfirð-
ingaveg og suður Kjöl, því þess er getið, að M. hafi séð
Drangey af heiðum ofan. Einnig það ferðalag þoldi M. vel;
er að sjá á bréfum hans, sem álit hans á landi og þjóð hafi
hvergi þorrið, heldur fest enn dýpri rætur við þessa ferð, og
einkum við hina stórfeldu fjallvegi. I bréfi eftir heimkomu
hans segist honum svo:
»Ferðin hefir dýpkað áhrif Islands á mig og aukið elsku
mína til hinnar kostulegu eyju. Hin dásamlega einfeldni hins
harmsögulega og hræðilega lands, sem þó er svo fagurt og
fult af hinum alkunnu hetjusögum, hefir útrýmt hjá mér allri
ólund og aðfinningum, en gert mér blessuð andlitin konu
minnar og barna og vini kærri inér en nokkru sinni áður.
Mér finst sem ákveðinn kafli af æfi sé nú liðinn er eg
hefi Island síðast augum litið. Og þegar eg í kvöld horfði á
Karlsvagninn á himninum, fanst mér sem eg lifði upp aftur alt
ferðalagið þar, orðið háleitt og fult af hugsæi, uns hjartað í
mér sló, hrifið af undrun og aðdáun. Eg hefi í sannleika sagt
mikið grætt, og það var engin hégómafýsn, sem dró mig
þangað, heldur frumhvöt míns eðlis, er sagði mér hvers eg
þyrfti.
I öðru bréfi er M. kátur og segir frá skrítlum, er sér hafi
mætt í Rvík (um gististaði og landsmenn talar hann nálega
hvergi), og var mest af því saga um kerlingarnyrfil. 77 ára.
Hún var ensk, flugrík og var með á Díönu. Hún hélt sér
vel upp og lét stórum dekra við sig á skipinu; síðan lætur
hún kapteininn leiða sig upp til Thomsens í Rvík og afhendir
honum 4 pence (25 aura) og biður hann skifta milli skips-
manna, »því mér er síður um að þeir drekki frá sér vitið«,