Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 24
280 VILH]ÁLMUR MORRIS eimreidiw
seta Sigurðsson. Um Geir segir hann: »Gildur og hár félagL
rauður á hár, bláeysur og hökulangur, svipaður skoskum jarð-
yrkjumanni«. En um ]. Sig.: »Hann var góðlegur maður að
sjá, lærður vel, en dulur í framkomu«. Við lýsingar skáldsins
vill brenna, að hann sér með sítmm augum menn og hluti,
og landið og þess náttúru með enskum augum, skal hér og
fljótt farið yfir ferðadagbók hans og einungis nefna vegi o?
nokkra áfangastaði. Þeir fóru í fyrstu beina leið austur a
Rangárvöllu, gistu í Odda, þá á Bergþórshvoli, þá á Hlíðar-
enda. Þaðan fóru þeir inn á Þórsmörk; þar þótti Morris trölla-
leg bygð í mesta lagi. Síðan héldu þeir til Geysis og dvöldu
þar 4 daga. M. fanst fátt um Geysi og aðra goshveri, kvað
það, »merkilegan misskilning ferðamanna að hefja slíkar hvera-
bullur til skýjanna, en gleyma Snorra Sturlusyni, Agli og
Gunnari og Njáli og Skarphéðni og landi, lýð og sögu sakir
bullandi vatnsl* Þaðan héldu þeir vestur í Brunna og yf>r
Kaldadal og upp á Arnarvatnsheiði; þar þótti M. meir en
dauflegt; er það þó skrítið, því að óvíða getur verið meiri
og fegurri útsýn en þaðan eða af sandinum þar norður af.
Þeir riðu niður Vatnsdal, en síðan vestur í Dali, fyrst að
Bjargi í Miðfirði (þaðan sem Grettir var), en í Dölunum skoð-
uðu þeir Hjarðarholt og hérað Auðar djúpauðgu. Á þær sveitir
leist M. vel og líkti þeim við Kumbaralandsdali, sem og vel má.
Einkennilegar línur finnast um Hjarðarholt í dagbók skálds-
ins; hann segir:
»Eru ekki þetfa raunalegar slóðir? Hugsaðu þig um, eg
meina Island! Eg sleppi ánægjunni af að eta og drekka og
anda að sér fersku lofti, reiðum, útivist og örfandi kröggum;
en eg meina hvernig hver staður og örnefni minnir á skamm-
lífi hins forna fjörs og frægðar! Og þó hefir svo lítið breyst
á vissan hátt: Ólafur pái leit yfir fénað sinn sumar og vetur,
hugði að heyskap og öðrum aflaföngum — alveg eins og
þessi litli brattnefjaði klerkur gerir nú. Ólafur hefir líka
geymt matforða heimilisins (að fráskildu kaffi og brennivíni)
undir skálanum, »er ritaður var frægum fornsögum«, einmitt
þar sem hinn nefndi litli klerkur etur mat sinn í smá-
stofu sinni, sem er 10 fet á hvern veg, því eg efast ekki um,
að bærinn standi enn á sama stað. En drottinn minn! hvi-