Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 115
EIMREIÐIN
SAGAN UM HANN PÉTUR
371
innihaldið. Svo blaðaði hann í því, taldi línurnar á blaðsíðun-
um og stafina í hverri línu og sagði svo eins og gamall og
reyndur prentari:
»Þetta getur orðið tíu arka bók«.
»Ellefu, — við skulum segja ellefu*.
>Tíu, — og verðið?«
»Það eru reifarakaup, ef þér fáið réttinn til fyrstu útgáfu í
tvö þúsund eintökum, fyrir fimtán hundruð krónur*.
»Þúsund!« sagði hr. Eiríksson, »eg borga ekki grænan
eyri fram yfir þúsund«.
Kaupin voru gerð, vinurinn skrifaði undir samninginn fyrir
Sivle og bað um að fá peningana borgaða í þúsund króna
seðli. Það fékk hann og gekk síðan sigri hrósandi fram fyrir
til Péturs.
»Mállaus!« endurtók hann, því Sivle hafði staðið á fætur
og virtist ætla að fara að segja eitthvað, þegar hr. Eiríksson
kom fram og fór að hneigja sig fyrir honum. Loksins kom
vinurinn honum af stað, og þegar hurðin lokaðist á eftir þeim,
losnaði um málbeinið á Sivle. »Hvaða bölvaðar brellur eru
nú í þér!« gusaðist upp úr honum.
»Hægan, vinur minn. Mállaus skáld bölva ekki. — En hvað
viltu nú fá fyrir bókina?«
»Bókina, — þú ætlar þó ekki að telja mér trú um, að eg
fái peninga?*
»Ertu ánægður með fimm hundruð krónur?*
Sivle gapti. Hann hafði aldrei fengið svo mikla peninga
fyrir eina bók. Hann lagaði á sér gleraugun og starði á
vin sinn.
»Ertu vitlaus, maður? — Ertu alveg bandvitlaus, maður?«
»Viltu fá sex hundruð krónur, Pétur?«
»Nei, heyrðu, vertu nú ekki að gera gys að mér, þó að
eg sé fátækur. Fáðu mér aftur handritið mitt, og það undir
eins«.
»Viltu fá sjö hundruð krónur, Pétur?«
»Og farðu norður og niður. Heldurðu að þú hafir mig að
fífli? Komdu með bókina eða eg skal berja þig eins og fisk«.
»Viltu fá átta hundruð krónur, Pétur?«
»Nú skal eg segja þér nokkuð, þinn húðarselur, að ef þú