Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 61
EIMREIÐIN
SIQURINN
317
voru á allra vörum. Við minsta mánaglit og mýkstu hvíslingar
sumargolunnar flutu söngvarnir yfir landið, frá gluggum og
görðum, seglbátum og undan skuggasælum trjánum meðfram
þjóðvegunum, bornir af óteljandi röddum.
Þannig leið hver dagurinn af öðrum í unaði. Skáldið flutti
ljóð sín, konungurinn hlustaði, áheyrendurnir klöppuðu lof í
lófa, Manjari kom við í herbergi skáldsins á ferðum sínum til
fljótsins, — skugginn flögraði að baki tjaldanna á veggsvöl-
unum, og gullnu bjöllurnar örsmáu hljómuðu úr fjarska.
En í sama mund lagði skáld nokkurt sunnun úr löndum af
stað heimanað í sigurför sína. Hann kom til Narayans kon-
ungs í konungsríkinu Amarapur. Hann stóð fyrir framan há-
sætið og flutti konungi lofsöng. Hann hafði skorað öll hirð-
skáld, sem urðu á leið hans, á hólm og alstaðar borið sigur
úr býtum.
Konungurinn tók við honum með sæmd og sagði:
»Eg býð þig velkominn, skáld«.
Pundarik skáld svaraði drembilega: »Eg krefst hólmgöngu,
herra«.
Hirðskáld konungsins, Shekar, vissi ekki hvernig hólmganga
skáldgyðjunnar skyldi háð. Hann gat ekki sofið um nóttina.
Voldug myndin af Pundarik hinum fræga með hvassa nefið,
bogið eins og tyrkneskt sverð, og drembilega höfuðið, reigt
út á aðra öxlina, ásótti skáldið í dimmu næturinnar.
Shekar hafði hjartslátt þegar hann um morguninn gekk
fram á hringsviðið. Leikhúsið var troðfult af fólki.
Skáldið laut keppinaut sínum brosandi til kveðju. Pundarik
svaraði með því að kasta lítið eitt til höfðinu, sneri sér síðan
að flokki aðdáunarfullra förunauta sinna og brosti háðslega.
Shekar leit sem snöggvast upp til tjölduðu svalanna hátt
uppi, heilsaði drottningu hjarta síns í huganum og sagði:
»Verði eg sigurvegari í bardaganum í dag, drottning mín,
skal sigursælt nafn þitt verða vegsamað«.
Lúðurinn gall. Mannfjöldinn mikli stóð upp og æpti sigur-
óp fyrir konunginum. Konungurinn, sem var klæddur skraut-
legri, snjóhvítri skykkju, sveif hægt inn salinn, eins og líð-
andi haustský, og settist í hásæti sitt.