Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 116
372
SAGAN UM HANN PÉTUR
EIMREIDIN
heldur, að þú sért gáfaðri en eg, og að þú getir gert gabb
að mér þess vegna, þá skjátlast þér hörmulega. Eg er nógu
fátækur til þess að vera ærlegur, og þess vegna segi eg þér
sannleikann í eitt skifti fyrir öll. Þú ert glópur! Einskis nýtur,
gáfnalaus glópur í guðs augum! Páfugl! Apaköttur! Uxi! Það
ertu! Og viltu svo koma með bókina?«
»Viltu fá níu hundruð, Pétur?«
»Nei, nú skaltu ekki þurfa að kemba hærurnar, kunningi!«
Og í sama bili réðst Pétur á vin sinn og gaf honum utan
undir.
»Hættu, hættu, Pétur! Mundu, að þú ert mállaus«.
»Farðu til — — —!«
»Taktu heldur við honum þessum!* sagði vinurinn um leið
og hann tók upp þúsund króna seðil og breiddi úr honum
við nefið á hinum.
Nú varð þögn. Pétur starði á vin sinn og seðilinn, lagaði
á sér gleraugun og starði aftur. Svo færði hann sig einu
skrefi nær, eins og töfraður af undri, en hörfaði svo ósjálfrátt
aftur á bak, eins og það væri áhættuspil að koma of nálægt.
»Ha — fanturinn þinn! Þú ætlar þó ekki að halda því
fram, að eg eigi hann þennan!«
»Pétur, Pétur, þú getur keypt þér heila höll. Þú átt hann
þennan!«
Það leið góð stund, áður en tókst að sannfæra Pétur um,
að þetta væri alvara. — En svo hóf hann eins konar dans,
og loks ætluðu að verða vandræði úr að koma honum heilu
og höldnu niður alla stigana, því nú var hann kominn í það
sálarástand, að hann vildi helst taka allar hæðirnar í einu
stökki.
Stundu síðar gekk vinur hans af hendingu fram hjá Nor-
egsbanka, og hver haldið þér að hafi þá staðið þar í djúp-
um þönkum annar en hann Pétur? Og blaðið, sem hann
starði á svo þungt hugsandi, var stóri bankaseðillinn.
»Nei, ert það þú!« sagði hann. »Hvort sem þú nú trúir því
eða ekki, þá er hann ófalsaður*.
»Hefurðu verið í sjálfum Noregsbanka, til þess að ganga
úr skugga um það?«