Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 35
eimreiðin EITT VANDAM. N. T. SKÝR. 2^1
spjalls — og hvergi nema þar — er sagt, að Kristur hafi
upprisinn fyrirskipað að skíra í nafni guðs föður, sonar og
heilags anda?« Eða: »Hvernig stendur á því, að Páll postuli
skuli segja í fyrra Korintubréfinu út af flokkadeilunum, að
hann þakki Guði fyrir, að hann hafi engan þeirra skírt, nema
örfáa, er hann tilnefnir, svo að þeir fari ekki að halda því
fram, að þeir séu skfrðir til nafns Páls — þar hlýtur mót-
setningin að vera nafn Krists — og bæta síðar við: »Því að
ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða fagn-
aðarerindi«. Svona hefði hann ekki getað talað — honum
hefði ekki verið látið haldast það uppi — ef þá hefði verið
kunn alment fyrirskipunin um skírnina, sem síðar var skráð í
Matteusarguðspjalli. Eða tökum annað dæmi: Hvernig hefði
]esús getað talað eins og Jóhannesarguðspjall Iætur hann tala,
ef hann hefir haft það snið á kenning sinni, er þrjú fyrstu
guðspjöllin lýsa — þau er talin eru áreiðanlegri og eldri af
öllum biblíufræðingum? Eða vér gætum nefnt ósamræmið
milli ættartölu Jesú í Matteusarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli.
Þeim kemur ekki einu sinni saman um föðurnafn Jósefs,
manns Maríu. — Eg fæ eigi séð, að nokkur samviskusamur
prestur fái komist undan að velta fyrir sér öðrum eins spurn-
ingum og þessum. En þó að prestar kunni að geta hliðrað
sér hjá þeim, þá er alveg víst, að kennarar í Nýja testamentis-
skýringu geta það ekki. Þeir hljóta að reka sig á slíka örð-
ugleika og þeir verða að horfast í augu við vandamálin.
Þeim dugir ekki að segja við nemendurna: »Þetta er alt
óskeikult Guðs orð og þér megið ekki vera með neina
gagnrýni«.
Nýja testamentið verðum vér að lesa og skýra eins og
hvert annað rit frá liðnum tímum. Vér verðum að beita við
það nákvæmlega sömu aðferðum og við rit Hómers, Virgíls
eða Tacítusar. Guðspjöllin eru frásögur um atburði, sem eiga
að hafa gerst í lífi Jesú. Guðspjöllin eru sögurit, sem tjá sig
herma frá staðreyndum. Það liggur því í augum uppi, að þau
verðúr að skýra eftir sömu meginreglum sem hver önnur
sögurit. í því efni er enginn munur á, hvort vér fáumst við
að skýra og gagnrýna Njálu eða Lúkasarguðspjall.
Eg tala sérstaklega um vandamálin, sem rísa upp í huga