Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 35

Eimreiðin - 01.10.1923, Síða 35
eimreiðin EITT VANDAM. N. T. SKÝR. 2^1 spjalls — og hvergi nema þar — er sagt, að Kristur hafi upprisinn fyrirskipað að skíra í nafni guðs föður, sonar og heilags anda?« Eða: »Hvernig stendur á því, að Páll postuli skuli segja í fyrra Korintubréfinu út af flokkadeilunum, að hann þakki Guði fyrir, að hann hafi engan þeirra skírt, nema örfáa, er hann tilnefnir, svo að þeir fari ekki að halda því fram, að þeir séu skfrðir til nafns Páls — þar hlýtur mót- setningin að vera nafn Krists — og bæta síðar við: »Því að ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða fagn- aðarerindi«. Svona hefði hann ekki getað talað — honum hefði ekki verið látið haldast það uppi — ef þá hefði verið kunn alment fyrirskipunin um skírnina, sem síðar var skráð í Matteusarguðspjalli. Eða tökum annað dæmi: Hvernig hefði ]esús getað talað eins og Jóhannesarguðspjall Iætur hann tala, ef hann hefir haft það snið á kenning sinni, er þrjú fyrstu guðspjöllin lýsa — þau er talin eru áreiðanlegri og eldri af öllum biblíufræðingum? Eða vér gætum nefnt ósamræmið milli ættartölu Jesú í Matteusarguðspjalli og Lúkasarguðspjalli. Þeim kemur ekki einu sinni saman um föðurnafn Jósefs, manns Maríu. — Eg fæ eigi séð, að nokkur samviskusamur prestur fái komist undan að velta fyrir sér öðrum eins spurn- ingum og þessum. En þó að prestar kunni að geta hliðrað sér hjá þeim, þá er alveg víst, að kennarar í Nýja testamentis- skýringu geta það ekki. Þeir hljóta að reka sig á slíka örð- ugleika og þeir verða að horfast í augu við vandamálin. Þeim dugir ekki að segja við nemendurna: »Þetta er alt óskeikult Guðs orð og þér megið ekki vera með neina gagnrýni«. Nýja testamentið verðum vér að lesa og skýra eins og hvert annað rit frá liðnum tímum. Vér verðum að beita við það nákvæmlega sömu aðferðum og við rit Hómers, Virgíls eða Tacítusar. Guðspjöllin eru frásögur um atburði, sem eiga að hafa gerst í lífi Jesú. Guðspjöllin eru sögurit, sem tjá sig herma frá staðreyndum. Það liggur því í augum uppi, að þau verðúr að skýra eftir sömu meginreglum sem hver önnur sögurit. í því efni er enginn munur á, hvort vér fáumst við að skýra og gagnrýna Njálu eða Lúkasarguðspjall. Eg tala sérstaklega um vandamálin, sem rísa upp í huga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.