Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 107
■EIMREIÐIN
STÚDENTALÍF Á GARÐI
363
(Bræddehytten) og »Regnhlífina«. Þá var »Hroði« alþektur
kjallari, sem margir heimsóttu. Annars sóttu Garðbúar lítið
knæpur eins og áður er sagt, og miklu minna, en þeir stúd-
entar, sem bjuggu úti í bæ.
Þau hlunnindi fylgdu garðvistinni, að stúdentar fengu við
og við ókeypis aðgöngumiða að leikhúsunum. Þannig fá Garð-
búar kost á að sjá mikið af þeim bestu sjónleikum, sem sýndir
eru í Höfn. En slíkt myndi annars verða stúdentum ókleyft
vegna kostnaðar.
Af skemtunum, sem Garður heldur árlega, má nefna skóg-
arför á vorin, dansleik um miðjan vetur, 2—3 púnsgildi,
Lindarball í júní, og svo var stundum »sleginn kötturinn úr
tunnunni« í föstuinngang. Var þá »kattarkonginum« ekið í
hjólbörum ofan á Frúartorg og í kringum Frúarkirkju og síð-
an heim á Garð aftur. En hann varð svo að gefa vindla-
kassa og konjakk. Kongar verða að vera rausnarlegir og gjaf-
mildir, eins og menn kannast við úr fornsögunum.
Lindarballið var lang-veglegasta samkvæmið annað en
Rússagildið. Þá var dansað og drukkið undir lindinni niðri í
garðinum, sem allur var upplýstur af marglitum lömpum. Þá
keptust skáldin um að yrkja sem best veislukvæði og mælsku-
mennirnir um að halda sem bestar ræður. Sjónleikir voru
sýndir og dansað fram á bjartan dag. Þessi »böll« undir lauf-
grænni lindinni, úti í vorblíðunni, voru víst ljúfustu stundir
margra sveina og meyja. Enda er þeirra oft minst í dönskum
bókmentum.
Á afmælisdag lindarinnar 12. maí var haldið ofurlítið gildi,
haldnar ræður, sungið, drukkið kaffi og konjakk. Handleggur
úr vaxi var festur á stofn lindarinnar, og síðan gengu stúdent-
ar með prófastshjónin í broddi fylkingar og óskuðu afmælis-
barninu til hamingju.
Á hverju missiri kjósa garðbúar sér oddvita, sem kallast
»hringjari«. Hann stjórnar samkomum og veislum og er full-
trúi Garðs út á við. Þykir það hin mesta virðingarstaða. I
þau ca. 60 ár, sem liðin eru frá stofnun hringjaraembættisins,
hafa að eins tveir Islendingar hlotið það, að því er jeg best
veit. Aftur á móti voru formenn blaðafélagsins og kaupfélags-
ins oft íslendingar.