Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 119
5EIMREIÐIN
TOFRAR LOFTSKEYTATÆK]ANNA
375
og var ræðunni »kastað út« yfir Kanada og um öll Danda-
ríkin. I sömu ferð talaði hann einnig í sal einum í New-Vork
fyrir 2000 áheyrendum, en fyrir tilstilli hinna þráðlausu firð-
talstækja hlustuðu einnig 800,000 manns á ræðuna, svo að
áheyrendurnir voru í raun og veru ein miljón.
Til þess að gefa mönnum hugmynd um, hve þráðlaust firð-
tal er afskaplega fljótt í förum, skal tekið hér eitt dæmi. Við
kappreiðarnar miklu á Englandi, sem árlega fara fram í grend
við Lundúnaborg síðasta miðvikudag í maí, Derby-daginn svo-
nefnda, var í vor notað þráðlaust firðtal til þess að skýra frá
úrslitunum. Fregnin um úrslitin var komin til New-Vork tutt-
ugu sekúndum eftir að kappreiðunum var lokið eða með öðr-
um orðum, löngu áður en fjöldinn af þeim, sem viðstaddir
voru kappreiðarnar, vissu um úrslitin. Til Höfðaborgar syðst
á Afríku og til Kairo á Egyptalandi barst fregnin á einni
mínútu, til Melbourne í Astralíu og Bombay á Indlandi á
hálfri annari mínútu, og til Shanghai í Kína á hálfri fjórðu
mínútu.
Furðulegasta nýmælið í sambandi við loftskeytatækin er þó
ennþá ótalið, en það er firðmyndunin. Með eins konar loft-
skeytatækjum hefir nýlega tekist að senda myndir af fjarlæg-
um stöðum og viðburðum og taka við þeim með móttöku-
tækjum á svipaðan hátt eins og við hljóðinu, þegar um þráð-
laust firðtal er að ræða. Að vísu er uppgötvun þessi komin
skamt á veg ennþá, en gera má ráð fyrir, að ekki líði mjög
mörg ár þangað til að mönnum hefir tekist að fullkomna hana
svo, að hægt verði að fara að færa sér hana í nyt fyrir al-
vöru. Getum vér þá ekki að eins hlustað á mann, sem talar
hinumegin á hnettinum, heldur líka horft á hann um Ieið. Og
hver veit nema að vér eigum eftir að lifa það, að t. d. Akur-
eyringar eða Seyðfirðingar geti heimanað frá sér, bæði hlust-
að á ræður þingmanna sinna hér í þingsölum Alþingishússins
og jafnframt séð þá meðan þeir flytja ræðuna. Auk ánægj-
unnar, sem gera má ráð fyrir, að báðir málsaðilar hefðu af
þessu, mundi og margt annað gott geta Ieitt af þannig löguðu
-eftirliti kjósendanna með þingmönnum sínum.