Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 85
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
341
í deilunum átti við yfirvöldin. En undir árslokin 1852 vafð
Jón Guðmundsson eigandi blaðsins og ritstjóri, og það var
hann, sem skapaði blaðinu mest gildi og mótaði það og hafði
með því mikil áhrif, uns hann seldi það Matthíasi Jochums-
syni 1874. En J. G. varð fyrir þrótt og einbeitni persónuleika
síns einn hinn sérkennilegasti blaðamaður, þó ekki væri hann
sérstaklega ritsnjallur sjálfur.
Þjóðhátíðarárið 1874, þegar J. G. hætti við »Þjóðólf*, er
líka að ýmsu leyti tímamótaár. Þá byrjar einnig »Andvari«
Þjóðvinafélagsins að koma
út. Nýjar hugsanir og nýjar
vonir fara að bæra á sér
eða fá fastara form en áð-
ur. A því ári hefst einnig
nýtt blað, sem á næstu ár-
unum varð eitt höfuðblað
landsins. En það var »ísa-
fold« Björns Jónssonar.
Hann byrjar einnig starf sitt
með því að tala um nauð-
syn blaðamenskunnar. »Blöð-
in eru«, segir hann, »eins-
konar opin bréf, ekki frá
kansellíinu, heldur frá þjóð-
inni til þjóðarinnar, frá öllum til allra. Þess vegna bætir
hann líka við: »ísafold« á að verða þjóðblað í þeim skiln-
ingi, er nú bentum vér á, ekki einungis blað fyrir alla þjóð-
ina, heldur frá allri þjóðinni, orðsending frá þeim mönnum
meðal hennar, sem best eru færir um og finna hjá sér hvöt
til þess að leggja löndum sínum holl ráð og fræðafþá um
það, sem þeim er þarflegt að vita, einkum í þeim efnum, er
lúta að verklegum framförum þjóðarinnar eða því að skemta
mönnum á fallegan hátt«. Með »ísafold« skapaði B. J. sér
og flokki þeim eða flokkum sem hann studdi, mikil áhrif og
ítök í þjóðinni, sem stundum hafa sjálfsagt ráðið einna mestu
um stefnu hennar, enda er aðal-gildi B. J. fólgið í blaða-
mensku hans, þó hann fengist annars við ýmislegt fleira líka.
Hann var líka oft snarpur og skemtilega ritfær. Eftir Iát hans
Jón Guðmundsson.