Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 102
358
STÚDENTALÍF Á QARÐI
EIMREIÐIN
Fyrst og fremst eru allir Garðbúar eitt félag, og auk þess
voru þar fjölda mörg smærri félög. Um langan aldur höfðu
verið tvö pólitísk félög: »Pip«, sem upphaflega var félag
íhaldsmanna og hálfkristilegt, og »Gamli«, sem var frjálslynt
og orðlagt fyrir púnsgildi. Þvi nær allir Islendingar hafa verið
í »Gamla« frá stofnun hans og til 1911. Þá var stofnað
þriðja félagið »Uglan«. Hún átti víst að vera frjálslynt, bind-
indissinnað félag, en varð brátt eins púns-elskandi og hin.
Flestir Landar á seinustu árunum voru »Uglumenn«. Stjórn-
málaskoðanir skiftu mönnum ekki lengur í félögin, nema hvað
í »Gamla« voru jafnan mestmegnis frjálslyndir menn, einkum
læknanemar.
í þessum félögum voru oft haldnir málfundir og samdrykkj-
ur. En auk þeirra voru mörg önnur félög með undarlegum
stefnuskrám. Þannig var eitt félag drykkjumanna (það dó
fljótt), söngfélag, íþróttafélög, sagnfræðingafélag, sem veitti
mönnum nafnbætur í háskólastíl. Þar fékk eg meistaranafnbót
fyrir ritgerð um afstöðu hinna kaþólsku biskupa á íslandi til
einlífis (Cölibat), og margar spaugilegar ritgerðir komu þar
fram. Loks var þar blaðafélag og kaupfélag til matarkaupa,
og mörg fleiri.
Dagurinn leið þannig hjá flestum. Menn fóru snemma á
fætur, sumir kl. 6, og settust að próflestri, aðrir kl. 8—9 og
byrjuðu daginn með því að lesa morgunblöðin og drekka
kaffi. Síðan borðuðu menn morgunverð, sem þeir vanalega
bjuggu sjálfir að meira eða minna leyti. Svo fóru margir í
Háskólann og voru þar 2—4 tíma. Síðari hluta dags lásu
flestir námsbækur sínar, og á kvöldin söfnuðust menn saman
á lestrarsalnum, lásu blöðin eða ræddu um pólitík og dagsins
viðburði. Vor og haust héldu menn sig mest niðri í garðin-
um undir Lindinni, fluttu þangað stóla og lampa, þegar gott
var veður. Stundum voru þar haldin smágildi.
Af öllum þessum féllagsskap og samlífi stúdenta leiddi, að
þar mynduðust traust vináttubönd. Þeir, sem voru þar sam-
tíða, urðu eins konar fóstbræður, og hvar sem þeir hittast
síðar á lífsleiðinni, eru þeir eins og gamlir aldavinir. Og víst
er það, að þegar gamlir Garðbúar rifja upp endurminningar