Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 66
322
SIGURINN
EIMREIÐIN
gert þér rangt til. Það varst þú, sem sigraðir í hólmgöngunni,
skáld mitt, og eg er komin til að krýna þig kórónu sigursins*.
Hún tók blómfléttur af hálsi sér og vafði um hár honum,
— og skáldið hneig andvana útaf á sængina.
Sveinn Sigurðsson þýddi.
Frá Kína.1)
Eftir Ó/af Ó/afsson.
Hugmynd hafði eg um það í æsku, að til væri land undir
sólunni, sem héti Kína, einkennilegt land, langt, langt í austri.
Færi »Reykjavíkin«2) þangað skemstu leið, hafði eg eitthvert
hugboð um, að hún yrði sjö mánuði á leiðinni! Eg geri ekki
ráð fyrir, að eg hafi verið sjöfalt einfaldari en allir aðrir,
en leiðin til Kína er eflaust skemri en flestir heima hyggja.
Hana fer maður nú á tæpum einum mánuði, hvort sem mað-
ur fer um England, gegnum Súesskurðinn, eða um Ameríku,
yfir Kyrrahaf. Og með góðu skipi er ekki unt að hugsa sér
indælla ferðalag.
En stígum á land í Kína; þá liggja fram undan oss vega-
lengdir, meiri og erfiðari en vér máske hugðum. En finnist
oss leiðin inn í land löng og torfær, rifjum þá upp fyrir oss
hvað segir í landafræðinni; »Kína er litlu minna en Evrópa
hálf, og 40 sinnum stærra en Island. Það er að mestu leyti
hálent« o. s. frv..
Enginn vandi er þó að komast ferða sinna í Kína, þ. e.
a. s. ef manni liggur ekkert á. Og þá list hafa Kínverjar lærtr
með margra alda reynslu að baki sér vita þeir, að ekkert
þýðir að láta sér liggja mikið á. Vegirnir eru engu betri en
á dögum Konfútse og víða verri, fljótabátarnir hafa ekki
tekið neinum stakkaskiftum, og í hjólbörunum ískrar á öllum
1) Grein þessi er eftir ungan íslending, sem dvelur í Kína.
2) Eimskip, sem um þær mundir gekk milli Reykjavíkur og Borgarness-