Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 46
302
EITT VANDAM. N. T. SKVR.
EIMREIÐIN
lyndi, ástríðumagn og þrjósku. Þótt eg væri hræddur um, að
eg lifði á þessari stundu í eins konar draumi, og þótt eg
væri efagjarn, þá gat eg samt ekki annað en látið í ljós
fagnaðar-tilfinning, er miðillinn sagði mér, að röksemdir mínar
hefðu sannfært ofsækjandann, og að hann hefði nú fylst með-
aumkun og lofaði að hætta þessu skaðvæna athæfi sínu og
láta konuna í friði.
Eg vakti konuna ekki fyr en tveim stundum eftir að mið-
illinn var farinn, og hún vissi því alls ekki, að hann væri til.
Eg sagði henni ekki nokkurt orð um, hve afar merkilegt það
var, sem komið hafði fram við þessa tilraun og hún átti meira
. að segja aldrei að fá vitneskju um. Þegar hún fór frá mér,
mælti hún: »Mér líður miklu betur í dag«.
Eftir tvo daga kom hún til mín aftur, samkvæmt beiðni
minni. Hún var orðin önnur manneskja. Utlit hennar, látbragð
og búningur sýndi alt, að hugsanir hennar höfðu breyst. Hún
fullyrti, að hið venjulega skap sitt, glaðlyndi sitt, listasmekkur
sinn hefði komið aftur á einum degi. Eiginmaður hennar
þekti hana varla aftur; svo snögg hafði breytingin orðið.
Eftir að þessari aðferð var beitt, sem bar svona mikinn
árangur, hefir frú G. aldrei fundið til verksins í hnakkanum
né til þungakendarinnar á öxlunum, né heldur til löngunar-
innar til að fyrirfara sér. Heilsa hennar hefir verið ágæt að
öllu leyti, og mér er kunnugt um, að hún hefir eignast mjög
heilbrigða tvíbura.
Fyrir varlega eftirgrenslan, er eg rak eingöngu í þágu vís-
indanna, komst eg að því, að liðsforinginn hafði ekki dáið úr
smitandi hitasótt, eins og venslafólk hans hafði sagt, heldur
hafði hann framið sjálfsmorð með því að skjóta sig í höfuðið.
En eg hefi ekki getað fengið fulla vissu fyrir, hverju megin
kúlan fór inn í höfuðið. Hann hafði verið nákvæmlega svo
skapi farinn sem miðillinn lýsti, og skýring á hinu óvenjulega
augnaráði hans fékst sú, að hann hafði verið ofurlítið rang-
eygður. Eg varast að draga nokkra ályktun. Eg segi frá til-
rauninni nákvæmlega eins og eg hagaði henni og frá árangr-
inum, eins og frá honum hefir verið skýrt í »Annales psychi-
ques«. En eg fullyrði, að frú G. hugði á sjálfsmorð og að
það nægði henni til fullkominnar heilsubótar, að ekki var