Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 25
eimreiðin
VILHJALMUR MORRIS
281
líkur vesældómur og úrræðaleysi er kominn í stað hinnar
fornu stórmennsku og ofstopa — og engu er gleymt, og eng-
um auðið að forðast endurminninguna!*
Skáldið huggar sig við, að sú endurminning bæti nokkuð
upp skaðann, enda líði mönnum nú ekki stórum lakara en
gerist, þeir séu og eins miklir heiðursmenn og áður. »Og þó
ofbýður mér staðurinn«, segir skáldið. »Mér sýnist alt vera f
eyði og tómt. ]á, eg fæ heimþrá! Viljið þið fyrirgefa mér það?«
Þaðan héldu þeir félagar út að Helgafelli og svo út á Snæ-
fellsnes, alla leið í kring, — svo um Mýrar og Borgarfjörð,
stóðu við í Reykholti, og fóru svo Bláskógaheiði og komu
Ioks á Þingvöll. Um veginn frá Reykholti og einkum um al-
þingisstaðinn er M. mjög fjölorður og lýsir landslagi — eins
og fæddur málari. En »andríkur« má hann óvíða heita í dag-
bókinni. En þar sem hann talar um Eyrbyggju-örnefnin má
minna á kviðubrot hans, er hann, vorið áður en hann fór að
heiman, hafði endað með hið meistaralega skráða handrit af
þýðingunni af Eyrbyggju. Segir æfisöguh., að í því broti íeli M.
hugsjón sína »um köllun og markmið alls skáldskapar«. Kviðuna
hefi eg reynt til að þýða þannig:
Hér birtis* firðum fræðiskrá,
er fornum görpum skýrir frá.
Hún Iýsir hvernig lítil þjóð
í lífsins hríð að vígi stóð.
Hún sýnist Iýðum létt og smá
ef lögð er heimsins metin á,
en vann þó verk, sem uppi’ er enn
og átti marga glæsimenn.
Og saga mann frá manni gekk,
sem mögur hver að erfðum fékk.
Og loks hún fann þann frægðar-þul,
er fræðin svifti gleymsku-dul;
hann Iífi blés í liðna öld,
svo ljósum logum dáin fjöld
kom fram og lýsti liðna tíð,
svo lífið varir ár og síð!
Hvað héstu, fróði þulur, þú