Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 11
eimreiðin
VILH3ALMUR MORRIS
267
en ekki lét honum sem besi ritstjórn og enn síður lestur
prófarka, og varð annar að leysa M. af hólmi, enda kom á
hann einan að borga. Engum hinna veitti af sínu, en alt í
einu kom það upp úr dúrnum, að Toppur hafði fullar hendur
fjár, eða 900 pund um árið og full ráð yfir. Þeir fóru og heldur
ekki í geitarhús ullar að leita, því að óðara greiddi hann ail-
an kostnað ritsins einn fyrir alla. Fylgdi Morris það alla æfi,
að hann sparaði ekki fé við vini sína, var höfðingi í lund og
góðgerðarmaður svo mikill, að sjaldan fór nokkur frá honum
^ynjandi. En um leið var hann maður framsýnn í mörgu, og
ávalt sá hann fjárhag sínum borgið, þótt heldur hallaðist um
stund við hinn ærna kostnað, er hann réðist í er á daga hans
sótti og fabriku-stórræðin ætluðu öllu að steypa. Á Englandi
er flest stórvaxið og verður ekki mælt með vorri alin, enda
verður og hugsunarháttur manna þar í viðskiftalífinu mjög
öðru vísi en vor. Svo þótt arfur M. næmi nál. 2 millíónum
króna, var það lítili auður til að reisa með stóriðnað. Sá M.
það snemma, að þótt honum byggi ríkt í skapi að vinna að
umbótum í sínu volduga landi, hraus honum hugur við því
stórræði, því 23. ára gamall segir hann í bréfi:
»Eg hefi nú ásett mér, að stunda tvent í einu, halda áfram
að nema byggingarlistina, en nota 6 aukastundir til málara-
námsins. Með því móti fækka að vísu skemtistundirnar. En
hvað gerir það, eg á enga heimild til þeirra, hvort sem er . . .
að elska og starfa, þetta vil eg . . . Að steypa mér inn í
landsmái og þess konar þref, er mér mjög í móti skapi, úr
því eg sé, að alt er komið í öfugan hrærigraut og mig skortir
öll efni og köllun til að kippa hinu minsta í lag. Mitt starf
er að vefa hjúp um mína hugsanadrauma, hvernig sem það
kann nú að takast«.
Þessú tilraun M. stóð þó skamma stund, enda dr^st hann
sm^nTj^man frá námi byggingarlistarinnar, en drattar- og
niálaralistina nam hann og iðkaði bæði þá og æ síðan þegar
hann gat sér við komið; bættu þeir Burne ]ones hvor annan
UPP, og oftast þannig, að B. ]. dró myndirnar, en M. um-
búðir og aukaprýði; varð M. einhver hinn mesti meistari í
dráttlist, bæði frumlegri og eftir »stílum«. Eg set hér fáein
uöfn þeirra málara, sem þá á miðjum ríkisárum Victoríu drotn-