Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 87
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
343
Þorsteins Gíslasonar 1897. Einnig bætist á þessu tímabili í
liópinn myndarit, sem annars fjallaði um ýms efni, þar sem
var »Sunnanfari« Jóns Þorkelssonar, sem þeir voru einnig
seinna ritstjórar að Jón Olafsson, Þorsteinn Gíslason og Björn
Jónsson. Svipuðu riti var einnig seinna haldið áfram með
»Óðni« Þorsteins Gíslasonar. Enn fremur byrjar Bríet Bjarn-
héðinsdóttir á þessu tímabili útgáfu sérstaks Kvennablaðs og
Barnablaðs, og maður hennar, Valdimar Asmundsson, ritstjóri
>Fjallkonunnar«, var líka um eitt skeið áhrifaríkur blaðamað-
ur. — Eins manns verður enn að
<jeta, áður en skilið er að fullu við
þessi tímabil, en það er Halldór
Kr. Friðriksson (1819—1902), sem
á langri æfi sinni var við riðinn
ýms blaðafyrirtæki, t. d. »Skírni«
eldra, síðustu ár »Fjölnis«, »Tíð-
indi frá Alþingi«, »Þjóðólf«, Undir-
húningsblað undir Þjóðfundinn 1851
og »íslending«. Mesta sérstöðu
hefir hann þó að ýmsu leyti fyrir
útgáfu »Hirðis« (1857—61), ásamt R...
a ’ B|orn ]onsson,
Jóni Hjaltalín, en það rit var ritstjóri „ísafoidar'1.
helsta málgagn lækninganna í kláða-
málinu, og var sá málstaður óvinsæll í þá daga, þó seinna yrði
annað ofan á.
Um aldamótin síðustu má einnig segja, að tímamót verði í
stjórnmálasögu þjóðarinnar með heimastjórninni 1904. Sam-
fara því koma einnig nýjar skoðanir og ný öfl inn í íslenska
blaðamensku. Þá hefur »Lögrétta« göngu sína (1906) og
varð eitt höfuðblað tímabilsins og kemur út enn. Ritstjórinn,
Þorsteinn Gíslason, segir þá m. a. svo í ávarpi sínu í fyrsta
blaðinu: »Blöðin eiga að vera eins konar málþing, þar sem
fram geti komið allar skoðanir og hugsanastefnur, sem vak-
andi eru hjá þjóðinni. Fullnægi þau þessu ekki, þá er þar
vöntun, sem þörf er að bæta úr. Til þessarar vöntunar finna
menn hér, og á umbótaþörfinni í þessu efni byggir þetta blað
tilveru sína. — Stórvægileg stjórnarfarsbreyting er hér nýlega
um garð gengin. Þau ágreiningsmál, sem áður voru hér efst