Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 73
EIMREIÐIN
FRÁ KÍNA
329
að láta þá frá sér fara, án þess að gefa þeim eitthvað. Það
er siður, skylda og »lög«, sem almenningsálitið hefir helgað.
Og þolinmóðari og þrálátari beiningamenn en í Kína er
ómögulegt að hugsa sér. En þeir láta sér líka lítið nægja og
fara ánægðir frá þér, þó þú fleygir í þá að eins einum cash
(l/5 úr eyri), eða brendum skófum og mygluðum brauðmolum,.
sem íslenskir hundar mundu ekki snerta við.
Beiningamenn í Kína hafa ágætt lag á að biðja; smjaður-
yrði, skjall og fagurgala leggur á móti þér eins og sætan eim„
löngu áður en þú sér þá. En látirðu ekkert af hendi
rakna, getur vel verið að bölbænirnar umlyki þig eins og eit-
urmekkir. — Oft liggja þeir á miðjum alfaraveginum, svo feg-
inn fleygirðu í þá nokkrum aurum, til þess að komast framhjá„
Þegar illa árar, fjölgar beiningamönnunum ákaflega, oft eru
þeir þá áleitnir, stundum hættulegir, einkanlega fyrir okkur út-
lendinga; því hér halda allir að við séum stórríkir.
Á hátíðunum í fyrra fylgdi eg tveimur útlendum konum
gegnum aðalgötu bæjarins, seint um kvöld; með naumindum
komumst við heim, h. u. b. 200 beiningamenn ætluðu að um-
kringja okkur.
Með einu móti geta þó búsettir menn í Kína komist hjá
beiningalýðnum, — með því að gjalda »konunginum« skattl
Og það gera allflestir kaupmenn, a. m. k. hér í Laohokow„
sem illa er við að hafa búðina fulla af þess konar fólki. For-
manni beiningamannafélagsins borga þeir oft 1000—4000 cash
um mánuðinn og fá skriflegt móttökuskýrteini, sem þeir líma
á búðardyrnar, og beiningamenn ganga lotningarfullir fram hjár
komi þeir auga á það.
Altaf er beiningalýðurinn illa til fara, og það fram úr öllu
hófi. — Brjóstumkennanlegastir eru aumingjarnir blindu, höltu
og vönuðu. En beiningamannaleiðin er einu framtíðarhorf-
urnar fyrir flest blint fólk og fatlað í Kína. Blindrahælt
(eða skóla) hafa kristniboðsfélögin stofnað, alls 29. Þau þyrftu
að vera mikið fleiri og margfalt stærri.