Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 118
374
T0FRAR LOFTSKEYTATÆKJANNA
EIMREIÐIN
Einkum er það hið þráðlausa firðtal (radio-telephony), sem
vakið hefir mesta eftirtekt nú síðustu árin, enda er það álit
fjölmargra vísindamanna, að sú uppgötvun muni, í sambandi
við þráðlausa firðritun, valda engu minni menningarlegri bylt-
ingu í sögu mannsandans en t. d. uppgötvun prentlistarinnar.
í Ameríku, Efrópu og fleiri heimsálfum hafa þegar verið
settar á stofn stöðvar fyrir þráðlaust firðtal, og móttökutæki
eru nú orðið í flestum hinum stóru farþegaskipum, sem ganga
milli Ameríku og Efrópu. I fyrsta flokks járnbrautarvögnum í
Bandaríkjunum er einnig farið að nota þessi tæki, og það er
jafnvel farið að nota þau á bifreifðum. Auk þess hefir fjöldi
heimila fengið sér þau, enda eru þau tiltölulega ódýr. Því er
spáð, að eftir svo sem tuttugu ár verði tæki þessi talin jafn
ómissandi á hverju einasta heimili eins og talsími er nú. Með
tækjum þessum getur maður heima hjá sér, svo að segja hvar
sem er á hnettinum, hlýtt á hljómsveitir og söngsnillinga stór-
borganna, fengið nýjustu fréttir hvaðanæfa o. s. frv..
Það er þegar fyrir nokkru farið að nota þráðlaust firðtal
sem uppeldismeðal. Þannig sendi stöð ein í Lundúnum út
fræðandi fyrirlestra næstum daglega nú í síðastliðnum ágúst-
mánuði, og var efnið í þeim þetta: ,1) Um síðustu rannsóknir
í sögu forn-Egypta, 2) um pappírsframleiðslu í heiminum,
3) um ættgengi og kynbætur og 4) um nýjar stefnur í þjóð-
félagsfræði. Sérstakt Skóla-firðtals-félag (School Radio Society)
starfar í Lundúnum, og bæjarstjórnin þar hefir veitt fé til efl-
ingar hinni nýju fræðslustarfsemi.
Eins og kunnugt er, hafa stórblöðin feykileg áhrif á skoð-
anir almennings nú á tímum. Svo langt gengur þetta stundum,
að sumum þykir nóg um. En lítið verður úr þessum áhrifum
í samanburði við þau áhrif, sem ræðuskörungarnir fara að
hafa, þegar mannsröddin getur náð til mörg hundruð þúsunda
eða jafnvel miljóna manna í einu. En það er þegar fengin
reynsla fyrir því, að þetta er hægt. Því mennirnir hafa nú
sótt lúðurinn Gjallarhorn í hendur Heimdalli, hinum hvíta ás,
og kunna orðið svo vel með lúðurinn að fara, að blástur hans
heyrist brátt í alla heima. Þannig hélt enski lávarðurinn Ro-
bert Cecil, á ferð sinni um Kanada og Bandaríkin í apríl
síðastliðnum, ræðu eina mikla í Ottawa, um þjóðabandalagið,