Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 86
342
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
tók Olafur sonur hans við stjórn blaðsins, en 1921 hætti það
að koma út og rann saman við eitt aðalandstöðublað sitt frá
fyrri árum, »Lögréttu« Þorsteins Gíslasonar.
Samtíða »ísafold« voru svo mörg önnur blöð starfandi.
»Þjóðólfur« var hið elsta þeirra og hafði lengi enn mikla út-
breiðslu og áhrif t. d. undir stjórn Hannesar Þorsteinssonar.
Af öðrum blöðum, sem hófust á þessum árum, má nefna
»Skuld« 1877, »Fróða« 1880, »Austra« 1883, »Fjallkonuna«
1884, »Þjóðviljann« 1886, »Hirkjublaðið« og »Sunnanfara«
1891, »Kvennablaðið« 1895, »Bjarka« 1896, »ísland« 1897,
»Barnablaðið« 1897. Þá koma einnig ýms ný tímarit, og var
»Andvari«, sem áður er getið, einna merkast þeirra og kem-
ur út enn. 1875 fór Þjóðvinafélagið einnig að gefa út Alman-
ak. Þá hefst einnig Eimreiðin 1895 undir stjórn Valtýs Guð-
mundssonar, og söfnuðust margir ritfærir menn í kringum
hana, og fékst hún við margvísleg efni, innlend og erlend.
Hún kom út í Kaupmannahöfn þangað til 1918, að Magnús
Jónsson varð ritstjóri, þangað til hún er nú aftur seld Sveini
Sigurðssyni. Af öðrum tímaritum þarf að nefna »Búnaðar-
ritið«, sérfræðirit um búnað og búfræði alls konar, sem
komið hefir út frá því 1887, »Eir«, heilbrigðisrit, sem kom
út 1899—1900, »Fríkirkjuna«, sem kom út 1899—1902,
»Lögfræðing« 1897—1901, »Sunnanfara« 1891 —1903, Tíma-
rit um uppeldi og mentamál 1888—92. Loks er svo Tímarit
Bókmentafélagsins, sem kom út 1880—1904, vandað og vel
skrifað fræðirit að mestu leyti, um ýms efni. En 1904 voru
bæði rit þessa félags sameinuð í »Skírni«. Enn fremur má svo
geta ritsins »Verðandi«, sem kom út að eins 1882, þar sem
það er alment talið upphafsrit »realismans« á Islandi, þó það
hafi annars ekki haft nein áhrif á sögu blaðamenskunnar. En
einn af útgefendum þess sérstaklega, Einar Hjörleifsson
Kvaran, hefir þó verið allmikið við íslenska blaðamensku
riðinn.
Eins og sjá má á þessu stutta yfirliti, urðu ýmsar breyting-
ar og framfarir í íslenskri blaðamensku um þetta síðast
nefnda skeið. Er þar bæði um að ræða aukning ýmsra sér-
fræðirita og stækkun blaðanna og að sumu leyti nýtt snið og
nýtt skipulag. Kemur það að ýmsu leyti fram í »Islandi«