Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN
STÚDENTALÍF Á QARÐI
365
sagði síðan með hátíðlegri rödd: »Den indeholder mindst 200
Bajere«. i það eitt skifti vita menn til þess, að Holm hafi
hlaupið.
Á morgnana komu kerlingar og bjuggu um rúmin, þvoðu
gólf og drukku kaffi. Þær voru launaðár af Garðsfé, en karl-
arnir af stúdentum. í stofnreglugerð Kristjáns IV., fyrir Garði,
stendur þessi klausa: »Aldur og útlit þvottakvennanna verður
að vera þannig, að þær geti ekki leitt stúdentana í freistni«.
Þessu ákvæði er nákvæmlega fylgt, og er þar með sagt nóg
um kerlingarnar.
Húsbúnaður var fremur fátæklegur hjá flestum stúdentum.
Borð, fataskápur og bókaskápur fylgdu herbergjunum, og svo
keyptu menn sér stóla og legubekk. Hlerar voru fyrir glugg-
unum, svo ekki þurfti gluggatjöld. Borðbúnaður og eldhús-
gögn var eins konar sameign. Ef einhvern vantaði matskeið
eða bollapör, þá fór hann í næsta eldhús og stal þar því, sem
hann þurfti á að halda. Venjulega reyndi svo sá rétti eigandi
að ná sínum hlutum aftur. Engum datt í hug að fárast yfir
því, þó stolið væri frá honum mataráhöldum. Hann reyndi bara
að stela aftur í skarðið. Þetta var talið algerlega heiðarlegt
og sæmilegt. En það þótti óheiðarlegt að læsa stolna muni
inni í eldhússkápunum. Alt »þýfi« átti að vera á borðunum,
svo sá rétti »eigandi« gæti náð því aftur ef hann vildi.
Hjálpsemi Garðbúa innbyrðis var dæmalaus. Menn lánuðu
ekki að eins hver öðrum peninga, heldur einnig bækur og úr,
til þess að »setja« hjá veðlánurum, matvæli o. s. frv.. Það var
talið sjálfsagt að reyna að hjálpa náunga sínum á Garði,
eins og framast var auðið. Þó að Garðbúar skömmuðust og
rifust á fundum og við Hringjarakosningar, þá skoðuðu þeir
sig alt af sem eina heild, einskonar samábyrgð, þar sem hver
átti að styðja annan.
Þannig blómgaðist á Garði vinátta og félagsskapur, milli
stúdentanna, meir en þekkist annarsstaðar í háskólalífinu, og
andrúmsloftið var þrungið af sögulegum minningum og hlý-
leika. Alt þetta, ásamt fegurð staðarins, gerði Garð ógleyman-
Jegan þeim, sem þar hafa búið. Oft koma gamlir embættis-
menn úr öllum áttum, til þess að skoða gömlu herbergin sín á