Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 110
366
STÚDENTALÍF Á GARÐI
EIMREIÐIN’
Garði, og er gaman að sjá svipinn á körlunum, þegar þeir ganga
um fornar slóðir og rifja upp gamlar endurminningar.
Nú munu sjálfsagt margir halda, að lítill tími sé til lestrar,
og að Garðsárin líði í sukki og svalli. Það er satt að Garð-
tíminn líður fljótt, en enginn vandi er að fá næði og tíma til
lestrar. Að vísu þoldu ekki allir frelsið á Garði og gáfust upp
við námið, en þeir voru fáir, og verður það að teljast þeirra
sök, en ekki staðarins. Og einkennilegt er það, að ýmsir
miklir námsmenn og dugnaðarmenn voru líka miklir púns-
drykkjumenn og tóku drjúgan þátt í fjelagslífinu. Þeir gátu vel
lesið og tekið góð próf, þó þeir skemtu sér líka. Og svona á
það að vera. Ungir stúdentar verða að gæta þess að láta
ekki villa sér sýn. Of mikill próflestur er hættulegur ekki síður
en slæpingsskapurinn og of mikið bindindi getur orðið hættu-
legt ekki síður en drykkjuskapur. Menn verða að slá sér lausum
um hríð, án þess að missa sjónar á markinu, og það er engum
meðalgreindum, heilbrigðum manni ofvaxið að rata meðalhófið.
Er það sjaldan mjög skaðlegt þó unglingarnir súpi djarflega á
bikari lífsnautnanna. Það er stig, sem þeir komast oftast fljótt
yfir, og nógur er tíminn til þess að stirðna og kólna. Það er
heldur enginn vandi að skifta sér milli skemtana og vinnu,-
svo að öllu réttlæti sé fullnægt. Það kunnu Garðstúdentar.
Staka.
(Þessa stöku gerði Þorsteinn Erlingsson réttum mánuÖi fyrir andlát sitt.);
Bjarma þann, sem æskan á
yfir brosum sínum,
sækir hún oft í sólskin frá
sumarkvöldum mínum.