Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 80
336
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
EIMREIÐIN
og vanþakklæti, og vanefni leiðtogans á því að laga sig eftir
aðstæðum umhverfisins. En það sem í þessu sambandi er
markverðast um M. St. er það, hversu mikið og ákveðið hann
notaði blaðamenskuna að vopni í upplýsingarbaráttu sinni.
Hann umskapaði líka íslenska blaðamensku að ýmsu leyti,
dró fleiri verkefni undir starfssvið hennar og reyndi að gera
hana að meiri og máttugri þætti í menningarlífinu en áður
var. Með starfsemi hans verður blaðamenskan Iíka beinlínis
málsvari ákveðinnar stefnu og skoðana, jafnframt almennu
fréttastarfi. Að sumu leyti er frá-
gangur ýmsra rita M. St. máske ekki
eins vandaður og var um félags-
ritin gömlu, frá bókmentalegu sjón-
armiði séð. En hins vegar er víðast
hvar yfir þeim meira, fjölbreyttara
og fjörugra blaðamenskusnið en áður
var. Fjölfræði og alhliða, almenn
mentun M. St., áhugi hans og fram-
girni hafa ráðið mestu um kosti
blaðamensku hans, en nokkur stirð-
leiki í rithætti og þótti í framkomu
sumstaðar dregið úr áhrifum hennar.
En blaðamaður var M. St. umfram
flesta aðra, bæði að eðli og starfsaðferðum. Og verks-
vilji hans og vinnuþrek var óvenju mikið. Auk margvíslegra
annara ritstarfa í Landsuppfræðingarfjelaginu og ýmsra em-
bættisverka gaf hann út og skrifaði að miklu leyti sjálfur
»Minnisverð tíðindi«, »Skemtilega vinagleði«, »Margvíslegt
gaman og alvöru« og loks »Klaustur-póstinn«, einarkar mán-
aðarrit, sem kom út í níu ár (1818—26).
Magnús Stephensen var um eitt skeið svo að segja einráð-
ur um bókaútgáfu landsins. A síðustu árum hans bættust þó
fleiri tímarit í hópinn. Eftir að Bókmentafélagið var stofnað
1816, fór það að gefa út slík rit, bæði »Islensk sagnablöð*
(1817), sem Finnur prófessor Magnússon skrifaði, og »Skírni«,
frá 1827. Það voru hvorutveggja rit, sem næstum því ein-
göngu voru ætluð erlendum fréttum og oft vel skrifuð, enda
valdir til góðir menn. »Skírnis«-ritarar hafa t. d. verið þeir
Magnús Stephensen.