Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 89
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
345
um land. Getur Matthías Jochumsson þessa í bréfum sínum til
Þ. G., sem prentuð hafa verið, og m. a. í sambandi við stofn-
un >íslands«: »Mig undrar og marga hér yðar þor og áræði,.
en þetta yðar plan var sjálfsagt fyrir löngu. Má og vera, að
tíminn sé kominn til að realisera þess konar blað, — annars
situr skuldaskifta — og skilleysis — þrældómurinn enn eins og
tappi í hálsinum á alþýðu þessa lands«. Nokkur hluti þessa eða
svipað því, var seinna framkvæmt með samvinnu »Lögréttu«
og »Morgunblaðsins« undir ritstjórn Þ. G., þannig, að »Mbl.«
kom út sem bæjarblað daglega
(eða 6 sinnum í viku), en »Lög-
rétta« sem landsblað (2var í viku),
með sameiginlegu efni, að því leyti
sem við átti. Hafði svipað samband
áður verið milli »Mbl.« og »lsa-
foldar«, uns hún sameinaðist »Lög-
réttu« eins og »Reykjavíkin« áður.
Nokkuð af blaða- og tímarita-rit-
gerðum Þ. G. hefir einnig komið í
bókarformi, t. d. »Riss« og nú
»Heimsstyrjöldin«. I önnur blöð og ,, Al ,
nt en sin eigin hefir hann skrifað Fyrsti dagbiaðsritstjóri á ísiandi.
allmikið, t. d. í »Skírni«, og bók-
mentaritgerðir ýmsar og svo allmargar þýðingar á erlendum
skáldritum, sem sum hafa birtst í blöðum hans, og ýms kvæði
sjálfs hans höfðu einnig birtst þar fyrst.
A þessu tímabili, sem nú er um að ræða, verður það að
öðru leyti helst til tíðinda, að þá hefjast tilraunir til útgáfu
íslenskra dagblaða. Fyrstu tilraunina til þess gerði ]ón Olafs-
son 1906. Gaf hann þá út »Dagblaðið«, 4 síður daglega í
litlu broti. Þegar það hafði komið út í einn ársfjórðung, hætti
það, og sagði þá J. 0. í síðasta blaðinu: »Útbreiðsla þess,
sem fyrst framan af var um 7—800 á dag, hefir þorrið mjög
nú að síðustu í skammdeginu og illviðrunum. Þó að það hafi
hangið í því, að tekjur þess borgi prentun og pappir, þá
veitir það alls ekkert í aðra hönd fyrir vinnuna að því, enda
hefir ritstjórinn unnið alt áð því alveg ókeypis frá öndverðu
og hefði verið fús á að leggja það sama í sölurnar fyrir það