Eimreiðin - 01.10.1923, Blaðsíða 91
EIMREIÐIN
ÍSLENSK BLAÐAMENSKA
347
sem er hið elsta samskonar tímarita á Norðurlöndum. Vms
blöð og tímarit hafa einnig risið upp, sem fjalla aðallega um
sérstök efni, búnað, verslun, fiskiveiðar, læknisfræði, lögfræði
og hagfræði, trúar- og kirkjumál, dýraverndun, bindindi, skóla-
mál, söngmentir, íþróttir og jafnvel frímerkjasöfnun. — Ymsir
þeir menn, sem eitthvað hafa látið til sín taka á einhverj-
um sviðum þjóðlífsins, hafa líka fengist meira eða minna
við blaðamensku. Svo er t. d. um Bjarna Jónsson frá Vogi,
sem verið hefir við riðinn »Ingólf«, »Huginn«, »Birki-
beina«, »Sumargjöfina« og »And-
vöku«. Hann gaf einnig út, á-
samt E. Gunnarssyni, eitt hefti
af »Æringja«, sem átti að verða
háðrit, en slík rit hafa aldrei kom-
ið hér út til lengdar og þó verið
gerðar nokkrar tilraunir til þess
(»Þjóðhvellur«, »Máni«). Þá hefir
Einar Benediktsson einnig fengist
nokkuð við blaðamensku (»Dag-
skrá«, »Þjóðstefna«) án þess þó
að hafa þar sérstöðu.
Miðstöð blaðamenskunnar og að-
alstarfskraftar höfðu allajafna verið í Reykjavík, þó blöð færu
einnig allsnemma að koma út annarsstaðar. Einkum kvörtuðu
Norðlingar um blaðleysið, og þótti það eitt með öðru vitni
þess, að Norðurland »væri fyrir borð borið í öllu mentunar-
legu tilliti« — með burtflutningi skóla, biskupsstóls og prent-
smiðju, eins og segir í »Norðurfara« Björns Jónssonar (eldra).
Þar segir einnig, að margar góðar bækur hafi komið sunnan
að, meðan Magnús Stephensen »entist til að rita bækur og
gefa þær út; en síðan hafa þær orðið nokkuð misjafnari«.
Þar er einnig sagt, að ýmsir Norðlingar kvarti um það, að
sjaldan hafi legið laust fyrir þeim að fá komið greinum í
sunnanblöðin. »Norðurfari« fór því að koma út á Akureyri
(1848—49) og seinna »Norðri« (1853—61), og var Björn
Jónsson hinn helsti blaðamaður þar þá og einnig Sveinn
Skúlason.
Auk þeirra prentuðu blaða, sem nú hafa verið nefnd, þarf